Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 32

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 32
32 GLÓÐAFEYKIR Vísnaþáttur María Rögnvaldsdóttir frá Réttarholti, nú á Sauðárkróki, er skáldraælt ágætavel og á í fórum sínum mikinn kveðskap, kvæði mörg og vísur. í syrpu hennar fékk ég höndum fest vísur allmargar. Fara nokkrar þeirra hér á eftir. Árgeislinn. Sumarbjarti sólgeislinn sveiflar vængjablaki, oægist inn um gluggann minn o o ö OO gáir, hvort ég vaki. Hót ei kvartar hugur minn, — hef þó margt að trega — geisli ef bjartur gægist inn gleðst eg hjartanlega. Kuldi. (,,Stóllinn“ í vísunni er Tindastóll). Nú er kalt á norðurpólnum, næðingurinn 17 stig. Úrsvöl þoka yfir Stólnum, austangarrinn kembir sig. Ófœrð. Ei mun greiðfært „orkureið“ eftir breiðum fönnum. Geymir Heiðin napra neyð ,,Norðurleiðar“-mönnum.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.