Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 35

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 35
GLÓÐAFEYKIR 35 Og öðru sinni. Þung á brúnir þokan er, þekur byggðir í'ríðar, felur líka fyrir mér fjöllin Blönduhlíðar. Sólarbjarmi. Alltaf þráir andi minn ástargeisla bjarta. Vermi sólin, frið ég finn og fögnuð streyma um hjarta. Brotinn penni. Þeim, er semja ljóð af list lofgerð aldrei þrotni. En það er ekki mikils misst minn þótt penni brotni. María Rögnvaldsdóttir. Tilraunasláturhús Frainleiðsluráðs, Borgarnesi Á síðustu árum hafa kröfur erlendra og innlendra aðila til slátur- húsa vaxið, enda hefur víða verið slátrað árum saman með undan- þágu. Á Alþingi 1966 voru samþykkt ný lög varðandi sláturhúsin og í þeim var tekið fram, að undanþágur mætti ekki veita nema þrjú ár í senn frá gildistöku laganna. Vegna þessa var sýnilegt, að miklar breytingar yrði að gera á sláturhúsunum í náinni framtíð. Augljóst var einnig, að slíkar breytingar yrðu dýrar og ekki hag- kvæmt að koma þeim á, nema í stórum sláturhúsum og þess vegna þyrfti jafnframt endurbyggingum og endurbótum að fækka slátur- húsuuum verulega, og byggja upp stærri einingar.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.