Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 36

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 36
36 GLOÐAFEYKIR Vegna þessara breyttu viðhorfa ákvað Framleiðsluráð landbúnað- arins að veita fjármagn í því skyni að reyna nýjar aðferðir við slátr- un. Húsnæði til þessarar starfsemi fékkst í hinu nýbyggða sláturhúsi Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Aður en sláturkerfi yrði sett upp í þessu húsnæði, var ákveðið að undirritaður ásamt Gunnari Þ. Þorsteinssyni, forstöðumanni Teiknistofu S.I.S., færu í kynnisferð til Nýja Sjálands og Bandaríkjanna til þess að kynna sér fyrirkomu- lag sauðfjársláturhúsa, en í þessum löndum er þessi iðngrein lengst á veg komin. Eftir þessa ferð var svo ákveðið að reyna uppihangandi slátrun, þar sem kindin var færð á drifinni keðju frá einum flán- ingsmanni til annars. Tilboð voru fengin í þannig kerfi frá Danmörku og U.S.A., en þau reyndust of dýr og var þá ákveðið að teikna og srníða kerfið hér, en flytja inn keðjur og drifbúnð. Fjólmundur Karlsson, vél- smíðameistari hjá Stuðlabergi h.f. Hofsósi, tók að sér smíði og upp- setningu kerfisins. Slátrun með þessu kerfi er þannig háttað, að kindin er hengd upp á aðra afturlöppina eftir að hún hefur verið skotin og stungin. Krók- urinn, sem kindin er hengd upp á er festur í keðju (blóðkeðju), sem drifin er áfram með jöfnum hraða. Eftir um það bil 10 mínútna blæðingartíma kemur kindin að fyrsta fláningsmanninum, sem stendur á palli. Hann ristir fyrir á lausa hæklinum og flær með hnífi hækilinn og upp á lærið. Sker afturlöpp af, en lætur hana hanga við gæruna. Kindin er því næst hengd á aðra keðju (fláningskeðju), sem liggur samsíða blóðkeðjunni á þessu svæði, og er drifin með sama hraða. Flegni hækilinn er hengdur á sérstakt hæklajárn, sem hangir á fláningskeðjunni. Þegar þetta er framkvæmt, er jafnframt losuð löppin á blóðkeðjunni og sá hækill síðan fleginn á sama hátt og sá fyrri. Þegar því er lokið, er seinni hækillinn hengdur á hækla- járnið. Þessu næst eru framlappirnar hengdar í svo kallaða „glennu", sem gengur á braut samsíða fláningskeðjunni, þannig að kindin hangir nú á öllum fjórum. A meðan kindin er í þessari stöðu er rist fyrir að framan, háls fleginn, gengið frá vélinda og flegið inn á kviðinn. Þessu næst er kindin losuð úr glennunni, þannig að lnin hangir nú á hæklunum. Lappir eru nú skornar af og rist fram úr gærunni og nárinn fleginn. Síðan eru síður flegnar upp á bakið og gæran losuð af mölum og jkring um rófu. Gæran síðan dregin af á venjulegan hátt. Endagörnin er nú losuð og bringa opnuð með exi. Skrokkurinn

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.