Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 38

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 38
38 GLÓÐAFEYKIR Kostir þessa kerfis koma einkum í ljós þegar dagslátrun er meiri en þarna var reynt, en með einn slíkn kerfi er hægt að slátra npp í 3.000 á dag. Kostir kerfisins liggja einkum í jafnri vinnu og léttari, þegar æfing hefur fengizt, þar sem hver maður stendur í þeirri hæð, sem þægilegast er vegna starfsins. Slátrunin er framkvæmd í sömu röð og skotið er og því auðveld- ara að henda reiður á innleggi hvers bónda. Allir hlutar dvrsins, sem fjarlægðir eru í slátruninni, ern teknir af hver um sig á sama stað í sláturhúsinu og auðveldar það mjög flutning og verknn þessara hluta á eftir. Með eldri aðferðum þyrfti t. d. allt upp í 5—6 deildir til að anna 3.000 kinda dagslátrun, og innanúrtaka, gæruaftaka o. s. frv. færi fram á jafn mörgum stöðum og fjöldi deildanna. Þar sem innanúrtaka fer fram á einum stað með þessu kerfi, er auðvelt að framkvæma læknisskoðun á kjöti og innyflum samtímis, en kröfur um slíka skoðun eru einmitt á döfinni. Öllum sláturleyfishöfum var boðið að senda menn til að fylgjast með þessum tilraunum í Borgarnesi. Menn komu víða að og surnir sláturleyfishafar höfðu ntenn í vinnu við kerfið í nokkurn tíma. Margir sláturleyfishafar hafa áhuga á að konta slíku kerfi upp í sín- um húsum og hafa þeir beðið um athuganir á því. Tvö ný sláturhús, sem verið er að teikna og byrjað verður á í ár inunu verða með svipað kerfi. A vegum tilraunasláturhússins var sett upp vél til þess að strjúka úr görnum. Reyndist hún prýðilega og ukust afköst við þetta verk um 100% miðað við árið áður. Æskilegt væri að tilraunum sem þessum yrði haldið áfrant á öðr- um sviðum í slátruninni, svo sem eins og hirðingu og flutningi á hausum og í verkun og meðhöndlun innyfla, því að mikið nauð- synjamál er að geta verkað þær vörur, sem úr sláturhúsunum konta, á hvaða markað sem er, og finna leiðir jafnframt til þess að halda slátnrkostnaðinnm niðri og nýta betur vinnuaflið. í febrúar 1967. Jón R. Magniísson.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.