Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 40

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 40
40 GLÓÐAFEYKIR Björn ólst upp með foreldrum sínum í Hofstaðaseli. Búfræðing- ur frá Hólum 1919. Stundaði síðan nám í Noregi og Danmörku. Kandídat í búfræði frá Landbúnaðarhá- skólanum í Kaupmannahöfn 1925. Starfs- maður Ræktunarfél. Norðurlands 1925— 1932 02; samtímis trúnaðarmaður Búnað- arfél. Isl. í Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjar- þingi. Bóndi í Kýrholti og Enni í Viðvíkur sveit 1928—’32, oddviti sveitarstjórnar um stund. Héraðsráðunautur Búnaðarsamb. Eyf. 1932—’34 og þá búsettur á Akureyri. Atti sæti í Til- raunaráði búfjár ræktar. Kennari við bændaskól- Björn Símonarson. ann á HÓlum 1934 til æviloka. Arið 1928 kvæntist hann Lilju Gísla- dóttur bónda í Kýrholti, Péturssonar, og konu hans Margrétar Bessadóttur bónda og hreppstjóra í Kýrholti, Steinssonar, gáfaðri gæðakonu. Börn þeirra eru þrjú og öll í Reykjavík: Sigurður, verkfræðingur, Ásdís, htisfreyja, og Hjördís, hjúkrunar- kona. Björn Símonarson var manna fríðastur sýnum, dökkhærður, fölleitur; hár vexti og vel á sig kominn á allan hátt. Hann var gæddur farsælum gáfum, bóndi að eðli og allri gerð; hófsamur, stilltur og gætinn; skapgerðin óvenju traust; heill mað- ur og óhvikull í öllu. Hann var einlægur samvinnumaður, ritari löngum á aðalfundum K. S., og var fundarbókun hans öll til fyrir- myndar. Hann var og í mörg ár annar aðal-endurskoðandi reikninga K. S. og rækti það starf sem önnur af fyllstu trúmennsku. Með Birni Símonarsyni féll merkur maður og mjög um aldur fram. Magnús Sigmundsson, bóndi á Vindheimum í Tungusveit, and- aðist 28. maí 1952. Borinn að írafelli í Svartárdal frarn 14. nóv. 1891. Foreldrar: Sigmundur bóndi þar Andrésson, bónda að Syðra-Lang- holti í Árnessýslu, Magnússonar bónda þar og alþrn., Andréssonar, — Lilja Gisladóttir.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.