Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 46

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 46
46 GLÓÐAFEYKIR Foreldrar: Sveinn, bóndi að Hring og Ökrum í Fljótum o. v., síðast á Hlíðarenda við Sauðárkrók, Halldórsson, jónssonar prests á Barði, Jónssonar, — og kona hans Rannveig Jóns- dóttir, bónda í Hróarsdal, Benediktsson- ar, og Sæunnar Sæmundsdóttur. Þorvaldur ólst upp með foreldrum sín- um og fluttist með þeim 6 ára gamall til Sauðárkróks ('Hlíðarenda). Stóð heimili lians æ síðan á Sauðárkróki og stundaði o ^ hann sjóinn lengstum ævinnar. Arið 1897 kvæntist hann Rósönnu Baldvinsdóttur, síðast bónda á Egilsá, Sveinssonar, og konu hans Ingibjargar Guðmundsdóttur, bónda á Abæ, Guðmundssonar. Þorvaldur missti konu sína 1948. Af 6 börnum þeirra hjóna, sem upp komust, er aðeins eitt á lífi, Björg, sjúklingur í Reykjavík. Hin dóu öll í blóma lífs — : Fanney, Friðfinna, Þor- leifur, Guðmundur, Sveinn. Son eignaðist Þorvaldur áður en hann kvæntist, Halldór. Einnig honum varð Þorvaldur á bak að sjá. Þorvaldur Sveinsson var í minna meðallagi á vöxt, fríður í and- liti og fagureygur, glaðlegnr og glettinn á svip, hýr og hlýr. Hann var einstakur fjörmaður, skjótur til áræðis, mjúkur og snar í hreyf- ingum öllum og viðbrögðum, manna knástur á yngri árum. Hann var spakvitur maður; ljóðelskur, orðslyngur, hagmæltur ágætlega og bæði þau hjón. Hann trúði á allt fagurt og gott, var óvenjulegt þrek- menni í lund, æðrulaus, þótt á honum skyllu hvað eftir annað brot- sjóir hinna þyngstu harma. Þorvaldur Sveinsson var frábærlega vinsæll, enda um allt hinn mætasti maður. Jón Einarsson, húsmaður á Tunguhálsi, fyrrum bóndi í Héraðs- dal, lézt hinn 25. apríl 1953. Fæddur í Héraðsdal 30. okt. 1876, son- ur Einars bónda þar og smiðs Jónssonar, Jónssonar bónda að Hofi og Héraðsdal, Eiríkssonar, — og konu hans Dagbjartar Björnsdóttur, bónda á Miðvöllum og kouu hans Sigurlaugar Jónsdóttur frá Steiná í Svartárdal vestur. Jón ólst upp með foreldrum sínum og stóð fyrir búi þeirra í mörg ár eftir að hann komst til þroska. Laust eftir aldamótin kvæntist hann Sigríði Margréti Sigurðardóttur bónda í Fremri-Svartárdal, Þoi~ualdur Sveinsson. Teikning eftir Jóhannes Geir Jónsson.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.