Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.01.2016, Blaðsíða 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.01.2016, Blaðsíða 1
Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 1. tbl. 24. árg. nr. 658 11. janúar 2016 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Oddi Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík eða með tölvupósti til: askrift@vegagerdin.is Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Listi yfir fyrirhuguð útboð er birtur, greint er frá niðurstöðum útboða og einnig samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofn uninni og talið er að eigi erindi til verktaka og annarra les enda . Blaðið kemur út einu sinni í mánuði að jafnaði. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur, fjöl miðlar og áhugafólk. Áskrift er endurgjaldslaus. 1. tbl. /16 Vegagerðin auglýsir útboð sín á vefsíðunum Úboðsvefur.is og vegagerdin.is en ekki í þessu blaði. Verktakar eru minntir á að fylgjast vel með auglýsingum. Reyðarfjörður, skemmdir við Andapollinn. Norðfjarðarvegur (92) við Eskifjarðará. Mjóafjarðarvegur (953). Reyðarfjörður, Hjáleið við tanka. Áður birt á vegagerdin.is 05.01.2016 Tugmilljóna króna tjón varð á vegum á Austurlandi í óveðrinu sem gekk yfir fyrir áramótin, 28. og 30. desember sl. Skemmdir urðu mjög víða, mest vatnsskemmdir og af völdum ágangs sjávar. Starfsmenn Vegagerðarinnar ásamt verktökum fóru strax af stað til að tryggja verstu staðina og vinna að lagfæringum. Frekari skemmdir gætu átt eftir að koma í ljós þannig að ekki er vitað um umfang skemmdanna að fullu. Austfirskir vegir fóru illa í óveðrinu fyrir áramót Sjá má nokkra illa farna staði á myndunum sem hér fylgja en miklar skemmdir urðu á t.d. Helgustaðavegi þar sem malarslitlagið fór mjög illa. Vattarnesvegur fór í sundur á þremur stöðum og vegurinn við Andapollinn á Reyðarfirði fór einnig í sundur. Við brúna yfir Eskifjarðará sem og á Hrútá í Reyðarfirði fór malarefni undan brúarundirstöðum og klæðingu vegarins. Dalsá í Fáskrúðsfirði gekk upp að vegi og

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.