Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 01.02.2016, Blaðsíða 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 01.02.2016, Blaðsíða 1
Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 2. tbl. 24. árg. nr. 659 1. febrúar 2016 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Oddi Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík eða með tölvupósti til: askrift@vegagerdin.is Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Listi yfir fyrirhuguð útboð er birtur, greint er frá niðurstöðum útboða og einnig samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofn uninni og talið er að eigi erindi til verktaka og annarra les enda . Blaðið kemur út einu sinni í mánuði að jafnaði. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur, fjöl miðlar og áhugafólk. Áskrift er endurgjaldslaus. 2. tbl. /16 Vegagerðin auglýsir útboð sín á vefsíðunum Úboðsvefur.is og vegagerdin.is en ekki í þessu blaði. Verktakar eru minntir á að fylgjast vel með auglýsingum. Hringvegur um Berufjarðarbotn Áður birt á vegagerdin.is 22.01.2016 Stefnt er að því að bjóða út vegagerð um Berufjarðarbotn á þessu ári en þungi framkvæmda yrði þá árin 2017 og 2018. Þetta er skilyrt því að fé fáist til framkvæmdanna. Í verkinu felst smíði nýrrar brúar auk vegagerðar. Að þessari vegagerð lokinni verður unnt að aka hringinn í kringum Ísland á bundnu slitlagi, þó ekki á Hringveginum sjálfum heldur með því að fara fjarðaleiðina á Austfjörðum. Lýsing á verkinu: Fyrirhuguð vegagerð fyrir Berufjarðarbotn er 4,9 km löng með 50 m langri nýrri brú og auk þess 1,6 km af nýjum heimreiðum. Verkið felst í meginatriðum í eftirfarandi: - Gerð nýs Hringvegar á 2,9 km löngum kafla norðan við og innst í Berufirði neðan við bæina Hvannabrekku og Berufjörð. Hluti þess kafla, 0,5 km langur, liggur um leirur og verður umflotinn sjó og er dýpsti állin þar um 5 m djúpur. - Endurgerð Hringvegar á 2,0 km löngum kafla sunnan fjarðarins. - Gerð 1,6 km langra héraðsvega, sem verða heimreiðar að bæjunum Hvannabrekku og Berufirði. - Smíði nýrrar brúar á leirunum yfir Berufjarðará og sjáv- ar föll, sem verður 50 m löng steypt eftirspennt bitabrú Tölvugerð mynd af nýrri þverun yfir Berufjarðarbotn.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.