Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 15.03.2016, Blaðsíða 13

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 15.03.2016, Blaðsíða 13
13 einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 en ýmislegt mætti gera áður en að sá draumur rætist. EuroRAP á Íslandi skráir öryggi á vegum og hefur margt við merkingar að athuga. Ólafur Guðmundsson, varaformaður FÍB og tæknistjóri EuroRAP: Við erum með séríslensk merki eins og þetta merki „Einbreið brú“ það er ekki á ensku eða neitt . . . Það væri stórt skref að hafa einnig enskan texta á íslenskum umferðarmerkjum og slíkt yrði ekki gert nema með breyt ingu á umferðarmerkjareglugerð og að undangenginni ítar legri um ræðu í stjórnsýslunni og þjóð félaginu. Tvítyngd umferðar- merki þekkjast reyndar víða og er auðvelt að finna slík dæmi með því að gúgla leitar strenginn „bilingual traffic signs“. Enska hefur aðeins sést á upplýsingatöflum við vegi hér en það væri stórt skerf að taka hana upp sem reglu. Svo eru ekki allir ferðamenn ensku mælandi. . . . . og það er ekki viðurkennt merki. Eina viðurkenningin sem íslenskt umferðarmerki þarf að hafa er að það hafi verið birt í íslenskri umferðarmerkjareglugerð. Hugsanlega á ÓG við að merkið sé ekki á lista Vínar sam- komulagsins um umferðarmerki (Vienna Convention on Road Signs and Signals) frá 1968. Ísland hefur ekki undirritað þetta samkomulag en fer þó eftir því að nánast öllu leyti. Flest lönd sem eru aðilar að samkomulaginu eru líka með sérmerkingar sem ekki eru á lista samkomulagsins. Eru þau merki þá ekki „viðurkennd merki“ að mati ÓG? Síðan notum við upphrópunarmerkið í staðinn fyrir að nota merkið „Vegur þrengist“ sem að er mikið nær að nota vegna þess að það segir manni þá að vegurinn er að mjókka og hann er að hverfa fyrir framan þá. Við erum að nota merki sem er ekki nógu skýrt sem að greinilega útlendingar skilja ekki. Merkið „Vegur þrengist“ heitir reyndar „Vegur mjókkar“ eins og áður var nefnt og vankantar þess útskýrðir. Enski textinn í Vínarsamkomulaginu fyrir þetta tákn er „Warning that the carriageway ahead is narrower shall be given by the symbol A, 4a.“ Sem sagt það þýðir „mjór vegur“ en ekki „einbreiður“. Merki A99.11, „önnur hætta“ (upphrópunarmerkið), er til- Skjáskot af frétt RÚV. Merkið B25.11: „Skylt að veita umferð sem kemur á móti forgang. tekið í reglugerðinni ef gerð er grein fyrir hættunni með undirmerki eins og hér á við. Það eru til ýmiskonar merki víða um heim sem tákna einbreiðar brýr. Það má sjá nokkur þeirra með því að gúgla leitarstrenginn „one lane bridge sign“ Útlendingar skilja þau sjálf- sagt misvel. Skilningur á umferðarmerkjum er rann- sakaður víða og finna má efni um það með því að gúgla leitarstrengin „Traffic Sign Comprehension“. Ganga mætti lengra og setja upp forgangsmerki við ein breiðar brýr. Ólafur Guðmundsson: Það er að segja að bara ákveða for gang inn, vera ekki að láta ökumennina taka þessa ákvörðun heldur að vera bara búin að ákveða for- ganginn með þessu merki. D05.11: „Umferð á móti veitir forgang. Þessi lausn hefur verið í umræðunni hér á landi í áratugi en ávallt verið hafnað. Ástæðan er sú að það getur verið mjög hættulegt ef annar öku maðurinn af tveimur sem nálgast ein breiða brú telur sig eiga rétt inn, og hægir ekki á sér, ef hinn ökumaðurinn hefur ekki áttað sig á að stæðum. Svona forgangur er algengastur í þéttbýli þar sem umferð er hæg en það er alls ekki mælt með honum þar sem umferð er hröð. Lausleg tölvuleit að svona for gangi við ein breið ar brýr sýndi að slíkt þekkist á Nýja Sjálandi. Það væri vert að athuga hvernig það hefur reynst og við hvaða aðstæður þetta er gert. Athyglisverð rannsókn var gerð árið 2004 í háskóla í Ísrael. Þar var reynt að meta skilning fólks á 31 umferðarmerki víða að úr heiminum. Skýrsluna má finna með því að gúgla leitarstrenginn „Ergonomic Guidelines for Traffic Sign“. Þar kemur merki B25.11 illa út því aðeins 40% skildu það rétt. Það er því ekki endilega víst að allir útlendingar myndu skilja merkið þannig að þeim bæri að víkja fyrir umferð á móti, jafnvel þótt merkið sé á lista Vínarsamkomulagsins. Ólafur bendir á að merkingar við brýrnar eigi að taka mið af umferðarþunga og að við sumar vanti hluta af merkingum og víða á Suðausturlandi sé umferðin komin yfir 500 bíla á dag og þá ætti samkvæmt handbók Vegagerðarinnar að auka merkingar enn frekar. Gult blikkandi ljós á einbreiðri brú, Kotá í Skagafirði, sem reyndar er ekki lengur í notkun. Svona aðvörunarljós eru til mikilla bóta. Merking einbreiðra brúa á vegum þar sem ársdagsumferð er meiri en 500 bílar. Aukning umferðar um land allt hefur komið starfsmönnum Vegagerðarinnar jafn mikið á óvart og öðrum land smönnum. Það kann að vera að ekki hafi tekist jafnóðum að bæta merkingar í samræmi við handbókina en það er væntanlega unnið að því. Ennfremur er verið að skoða hvernig almennt er hægt að bæta merkingar á hættulegustu stöðunum, t.d. með gulum blikkljósum sem að margra mati bæta öryggi til muna.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.