Kópavogsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 8

Kópavogsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 8
8 Kópavogsblaðið MAÍ 2011 Boðinn heitir nýtilkomin þjónustumiðstöð fyrir aldraða við Boðaþing í Kópavogi. Í húsinu eru einnig hjúkrunar- deildir og í næsta nágrenni eru risin fjölbýlishús ætluð öldruðum og smámsaman hefur fólk verið að flytja þar inn. Þannig hafa á skömmum tíma safnast þarna saman aldraðir einstaklingar sem lítið sem ekkert þekkjast og þjónustumiðstöðin er staðurinn þar sem fólkið hittist og kynnist. Í þjónustumiðstöðinni er ýmis- legt í boði, m.a. er einn handa- vinnudagur í viku hverri undir leiðsögn Guðlaugar Rafnsdóttur. Tilgangur verksins var að að auka tengsl og gleði, en efniviðurinn var plötulopi, léttlopi, einband og kambgarn. Framan af vetri var aðsókn í handavinnuna fremur dræm, kon- urnar þekktust lítið og samræður litlar, en Guðlaug er afar glaðleg og hugmyndarík kona og þegar hún sá auglýsingu um prjónasam- keppni Hagkaupa kom hún með þá hugmynd að konurnar tækju þátt í henni og hver og ein skyldi prjóna einhverskonar bút/búta sem ættu að vera í ákveðni stærð. Í upphafi voru 4-5 konur sem hófust handa, en þetta varð eins og snjóboltinn sem hleður utan á sig, þarna var komið sameiginlegt hugðarefni til að stefna að, tala um, bera sig saman, skoða hver hjá annarri og undir lokin voru 15 glaðværar konur farnar að prjóna marglita búta með mismunan- di munstri og úr mismunandi tegundum af íslenska bandinu. Bútarnir urðu þannig til að gera samverustundirnar frjálslegri og glaðari, þökk sé Guðlaugu. Kon- urnar ákváðu sjálfar hverskonar búta þær gerðu og hvaða tegund af ull þær myndu nota eða lita- val. Þær notuðu hugmyndaflug sitt ásamt sköpunarhæfni við gerð bútana og þar endurspeglaðist kunnátta þeirra í prjónaskap. Einnig var ákveðið að sauma út í bútana til þess að lífga upp á værðarvoðina og var höfð til hliðsjónar Sjónbókin sem hefur að geyma íslensk munstur sem hægt er að nota í allar hannyrðir ásamt munstrum sem konurnar fundu til hjá sér sem að allra mati gerði værðarvoðina þjóðlegri og fallegri. Höfundar værðarvoðarinnar eru Ingibjörg Þórunn Jóhannsdóttir, Stella Gísladóttir, Hrefna Jónsdóttir, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Símonía K. Helgadóttir, Anna Jóhannsdóttir, Þóra Sigurjóns- dóttir, Sigurlaug A. Stefánsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Sigríður Antonsdóttir, Kristín Hjördís, Dóra Magnúsdóttir og Dagfríður. Bútasaumur í Boðaþingi Í dag, 5. maí kl. 17.00 er fundur í Hörðuvallaskóla á vegum skipulagsnefndar Kópa- vogs um aðalskipulag Kópavogs- bæjar 2012 – 2024. Fundurinn er öllum opinn og eru Kópa- vogsbúar hvattir til að mæta. Lögboðið er að vinna verður aðalskipulag fyrir sveitarfélög í nánu sambandi við íbúana, og í samstarfssáttmála núverandi meirihluta Kópavogsbæjar er ákvæði um að hafa skuli náið samráð við bæjarbúa um skipu- lagsmál, og að bæjaryfirvöld séu opin fyrir hugmyndum frá bæjarbúum. Núverandi aðal- skipulag gildir til ársins 2012 svo nú þarf að hafa hraðar hendur. Guðný Dóra Gestsdóttir, for- maður skipulagsnefndar segir að eftir fundinn í Hörðuvallaskóla verði fundir í hverfunum, eins konar rýnihópafundir, og til þeirra funda verður boðið fólki samkvæmt úrtaki úr þjóðskrá sem endurspegli þá vonandi sam- setningu á aldri og kyni þeirra íbúa sem búa í viðkomandi hver- fum. Á þeim fundum gæti verið milli 30 og 40 manns. ,,Við höfum opnað gátt á vef- num, heimasíðu Kópavogsbæjar, þar sem fólk getur sett fram sínar skoðanir og við hvetjum fólk til að tjá sínar skoðanir um skipulagsmál, ekki bara í sínu nærumhverfi heldur hvar sem er í bænum. Svo eru svæði í Kópavogi sem allir hafa skoðun á, eins og Kársnesið og Hamraborgin og ýmiss útivistarsvæði. Við erum ekki síst að kalla eftir hugmyndum, ekk bara ábendingum um það sem betur má fara. Fólk hefur vaxandi áhuga á almenningssamgöngum og eins gerð göngu- og hjólastíga, því veldur líka stöðugt hækkandi bensínkostnaður. Reiðhjólanotk- un fer vaxandi.” Það koma oft upp vangaveltur um hvar miðbær Kópavogs sé. Er hann í Hamraborg, á Smáratorgi eða á einhverjum enn öðrum stað? ,,Smáratorgið og Smáralindin er mjög miðsvæðis á höfuð- borgarsvæðinu og gæti orðið enn mikilvægari sem verslunarkjarni en í hugum flestra Kópavogsbúa er Hamraborgin miðbærinn, en svolítið erfiður miðbær samgöngulega og kannski þyrfti þar að vera fjölbreyttari verslunarsamsetning. Mennin- gar- og þróunarráð er að hvetja Hamraborgarsamtökin til að taka sig saman og blása auknu lífi í svæðið. Hamraborgarhátíðin á síðasta ári var mjög gagnleg, þá hittumst ýmsir verslunareigendur sem varla höfðu sést áður. Við eigum fallegt útivistarsvæði sem er Elliðavatnið sem við þurfum að vernda og gera meira aðlaðandi.” Guðný Dóra segir nauðsynlegt að varpa fram lýsingu á skipulags- verkefni í byrjun og kalla fram- hugmyndir frá íbúasamtökum, funda með þeim. Líka þurfi að skoða höfuðborgarsvæðið sem heild, samgöngur og verslunark- jarna en ekki síst hlúa að þeim svæðum sem fyrir eru og vernda þau, eins og t.d. Kópavogstúnið. Formaður skipulagsnefndar Kópavogsbæjar, Guðný Dóra Gestsdóttir, í Hamraborginni þar sem kvöldsólin dansaði á gluggum. Fundur um aðalskip- ulag Kópavogsbæjar í Hörðuvallaskóla landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Námskeið um réttindi lífeyrisþega 5. maí: Útibúið í Breiðholti, Álfabakka 10 12. maí: Útibúið í Hamraborg, Hamraborg 8 19. maí: Útibúið á Selfossi, Austurvegi 20 Farið verður yfir núgildandi reglur á réttindum og greiðslum lífeyrisþega hjá Tryggingastofnun. Skráning og nánari upplýsingar á vef bankans og í síma 410 4000. Værðarvoðin sem fjallhressar konur gerðu í Boðaþingi. Þær standa í kring.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.