Kópavogsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 10

Kópavogsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 10
Ingvar Þór Kale, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks átti frábært leiktímabil sl. sumar og átti stóran þátt í að tryggja Blikum Íslandsmeistaratitilinn 2010. Hann fékk í kjölfarið tækifæri með íslenska land- sliðinu og spurning hvað verður þegar Ísland mætir Dönum 4. júní nk. í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvelli. Ingvar var spurður hvernig komandi keppnistímabil legðist í hann og sagði hann tilfinninguna góða, Breiðablik væri með sterkan hóp og hann væri því fullur bjartsýni. ,,Okkar frammistaða í vor er kannski ekki alveg eins og góð og við vonuðumst eftir en við höfum verið að spila á mörgum mönnum vegna meiðsla en vonandi verða flestir eða allir heilir í byrjun móts. Við fáum örgrandi verkefni, fyrst að leika við KR hér heima (viðtal tekið fyrir leikinn), síðan FH úti, Grindavík heima og Eyja- menn í Vestmannaeyjum. Við veltum því ekki mikið fyrir okkur að við erum að verja Íslandsmeistaratitil en það er vissulega áskorun, en nú er að hefjast nýtt tímabil þar sem við gefum ekkert eftir.” Ingvar Þór Kale segir það ekki tiltökumál því það verði þriggja vikna hlé í júnímánuði vegna þátttöku Íslands í úrslitakeppni U-21, mikilvægt sé að halda haus á meðan og kannski leika æfinga- leiki ef þjálfara finnist þörf á því. Aðspurður hverjir yrðu í topp- baráttunni auk Breiðabliks það ekki spurning að það væri FH og KR, bæði þess lið væru skipuð frábærum leikmönnum. ,,Mér finnst Valur svolítið óskrifað blað þrátt fyrir sigur í Lengjubikar- num, ég á erfitt með að sjá þá á toppnum. Þetta verður afar jafnt mót, bæði á toppi og botni, meiri gæði í knattspyrnunni sem áhorf- endur sjá, betri fótbolti,” segir markvörður Breiðabliks. 10 Kópavogsblaðið MAÍ 2011 Orri Hlöðversson, formaður Breiðabliks, er bjartsýnn á að árangur meirstaraflokka félags- ins í knattspyrnu verði góður á komandi sumri. Lykilatriði í því sambandi sé að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið á síðustu árum að treysta á þann efnivið sem uppeldisstarf félagsins skilar á hverju ári upp í meistaraflokk. Þessi leið hefur skilað frábærum árangri nú þegar og mun einnig til lengri tíma litið halda félaginu á stalli með þeim bestu. Hverja telur þú möguleika meistarflokks karla á að endur- taka leikinn frá því í fyrrasumar og vinna Íslandsmeistaratitilinn? ,,Ég tel fyllilega raunhæft mark- mið og trúi því að Ólafur og hans menn muni endurtaka leikinn. Með fáeinum undantekningum þá teflum við fram sama mannskap og tryggt hefur félaginu tvo stóra titla á tveimur árum. Liðið er ennþá ungt að árum á mikið inni að mínu mati. Reynsla leikmannanna af því að vinna titla undanfarin ár mun líka án efa skila sér á vellinum í sumar. Á móti kemur að Breiðablik er í dag liðið sem allir vilja vinna og þurfa að vinna til að ná árangri í deildinni og það gerir róðurinn þyngri fyrir okkar menn. Þetta er fylgifiskur þess að vera meistarar og mikilvægt að okkar lið geri sér grein fyrir þessari staðreynd.” Nú hefur árangur liðsins í vetur og á undirbúiningstímabilinu ekki orðið jafn góður og margir bjuggust við. Er það áhyggjuefni? ,,Ég hef ekki stórar áhyggjur af því. Sagan segir okkur að oft er lítið samband milli árangurs yfir vetrartímann og þess sem gerist þegar út í alvöruna er komið. Undirbúningstímabilið er líka tími tilraunanna er varðar taktík og val á leikmönnum. Við byrjun Íslandsmóts tekur annar veruleiki við”. Hvernig líst þér á stöðu mála í kvennaknattspyrnunni hjá Breiðablik? ,,Við Blikar erum einfaldlega stórveldi í kvennanknattspyrn- unni, svo einfalt er það nú. Hjá okkur ríkir hefðin, hjá okkur eru gæðin til staðar og hjá okkur er iðkendafjöldinn mestur. Þótt meistaraflokksliðið okkar hafi staðið í skugga annarra liða undanfarin ár þá er það það einungist tímaspursmál í mínum huga hvenær okkar konur taka að hala inn titla á ný. Fá félög eiga viðlíka efnivið og er til staðar hjá okkur. Mín skoðun er sú að ef við höldum okkur við það að einblína á það að gefa ungum leikmönnum tækifæri þá munum við uppskera ríkulega að lokum. Það er sú leið sem skilaði okkur að lokum titl- um hjá körlunum og ég er sann- færður um að hún mun skila sér á endanum konumegin.” Hvaða væntingar hefur þú til kvennaliðsins í sumar? ,,Ég tel að liðið muni blanda sér í baráttuna um Íslandsmeistara- titilinn. Ég held að mótið verði opnara og jafnara en undanfarin ár enda nokkuð um breytingar hjá öðrum liðum. Við vorum nálægt toppbaráttunni í fyrra og markimið stúlknanna hlytur að vera að blanda sér í hana af alvöru í ár.” Nú hafa sterkir leikmenn horfið á brott bæði kvenna- og karlamegin. ,,Það er rétt að lykilmenn hafa horfið á braut. En í staðinn hafa aðrir leikmenn gengið til liðs við okkur. Í stofninn erum við samt með sama mannskap og í fyrra og það er verkefni þjálfara og leik- manna að laga leik sinna liða að breytingunni. Ég er ekki í vafa um að þeir munu leysa það verkefni með sóma.” Þarf ekki að kaupa leikmenn til að styrkja hópinn? ,,Leikmannakaup eru hluti af knattspyrnunni í dag. Þau geta verið réttlætanleg þegar sú staða er uppi. Mín skoðun samt er sú að menn eigi að hverfa frá áherslu á leikmannakaup og gefa sér tíma í að byggja upp. Almennt eru fjárhagslegar forsendur ekki til staðar og nánast vonlaust að reka knattspyrnudeild hérlendis á sjálfbæran hátt þegar stunduð eru leikmannakaup. Á því hafa margir brennt sig í gegnum tíðina. Áherslan á að vera á uppeldis- starfið því til lengri tíma liggur árangurinn þar eins og við Blikar erum að sanna þessi misserin. Uppeldisstefnan er heildstæð og festir í sessi naflastrenginn á milli yngri flokka og meistarflokka. Æskulýðsstarf og afreksstarf eru nefnilega tvær hliðar á sama peningi.” Allir á völlinn! , ,Ég óska ö l lum Bl ikum velfarnaðar í sumar, innan val- lar sem utan. Ég vil líka hvetja sem flesta til að mæta á völlinn. Það er ósvikin skemmtun fyrir unga sem aldna,” segir formaður Breiðabliks. Ástæða til bjartsýni! FH og KR í toppbar- áttunni með Blikum Orri Hlöðversson. Mætum á völlinn í sumar og styðjum okkar menn til sigurs! Ingvar Þór Kale. - seg ir Ingvar Þór Kale markvörður Breiða bliks Þema kvennakvölds Breiðabliks 7. maí er Bollywood! Hið frábæra kvennakvöld Breiðabliks verður í ár hal- dið laugardaginn 7. maí með Bollywoodívafi. Að venju verða frábær skemmtiatriði en veislu- stjóri kvöldsins er hin marg- rómaði þjálfar meistaraflokks karla Ólafur Kristjánsson. Nordica Spa kennir Zumba, Herbert Guðmundsson mætir o.fl. o.fl. Miðasala er hafin í Smáranum og kostar miðinn 4.900 í forsölu en hækkar í 5.900 eftir 4. maí. Hér er um gríðar- lega skemmtilegt konukvöld að ræða, hvað annað, og því eru konur hvattar til að tryggja sér miða í tíma því þeir rjúka út eins og heitar lummur. DJ Fox heldur svo uppi stanslausu fjöri langt fram á nótt! www.breidablik.is Hópferðir

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.