Kópavogsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 12

Kópavogsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 12
12 Kópavogsblaðið MAÍ 2011 Jóhann Berg heimsóttur til AZ Alkmar Eins og flestir knattspyrnu- áhugamenn vita þá spilar nú Blikinn Jóhann Berg Guðmunds- son með hollenska úrvalsdeildar- félaginu AZ Alkmaar. Hann hafði vistaskipti í janúar 2009 eftir frábært tímabil með Blikaliðinu hér heima. Jóhann Berg spilaði að mestu með varaliði AZ Alkmaar tímabilið 2009 - 2010 en á þessu keppnistímabili hefur hann smám saman verið að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu. ,,Mér líður mjög vel hér og þetta er allt að þróast eins og ég stefndi að,” segir Jóhann. Jóhann Berg hefur komið sér vel fyrir í notalegu raðhúsi í út- hverfi Alkmaarborgar. Borgin er í norð-vesturhluta Hollands í um 45 mínútna lestarferð frá Amster- dam. Íbúar Alkmaar eru um 100 þúsund og er borgin einkum þekkt fyrir knattspyrnuliðið og ostafram- leiðslu. Mikill knattspyrnuáhugi er í Alkmaar og er nánast alltaf uppselt á leiki liðsins á heimavelli en leikvangurinn tekur um 17 þúsund manns. Jóhann er greinilega orðinn þekktur í borginni því á rölti um miðbæinn voru margir sem snéru sér við til að berja knattspyrnuman- ninn unga augum og þó nokkuð margir vildu spjalla við kappann um komandi leik við Ado den haag um kvöldið. Því miður voru smávægileg meiðsli að hrjá Jóhann Berg og því gat hann ekki spilað þennan leik. , ,Leikmannahópur AZ Alk- maarsliðsins er mjög alþjóðlegur. Leikmennirnir koma meðal annars frá Danmörku, Svíþjóð, Belgíu, Mexíkó, Paraguay og Finnlandi. Minnihluti leikmannanna kemur frá Hollandi og eru yfirleitt ekki nema nema 2 - 3 innfæddir í liðinu. Það trufli þó ekki áhangendur liðsins. Knattspyrnan er orðin svo alþjóðleg,” segir Jóhann. ,,Eina krafa aðdáenda liðsins sé að leik- menn standa sig vel á vellinum.” Jóhann segir að unglingastarfið sé nokkuð gott hjá klúbbnum. ,,Að vísu eru ekki margir að spila með AZ Alkmaar eins og staðan er í dag en margir leikmenn eru í atvinnu- mennsku víðs vegar í Evrópu.” Jóhann Berg er fæddur árið 1990 og er því 21 árs á þessu ári. Hann hefur verið einn af lykilmönnum í hinu frábæra U-21 árs landsliði Íslands sem spilar til úrslita á Evrópumótinu í þessum aldurs- flokki i Danmörku í sumar. Jóhann segist hlakka mikið til mótsins í sumar. ,,Það verður frábært að fá að taka þátt í þessum úrslitum. Við höfum alla burði til að standa okkur vel ef við náum ekki vel á strik og ef meiðsli eru ekki að hrjá hópinn.” Gott þegar mamma kemur í heimsókn, þá er heimilis- legur matur! Kópavogsbúinn ungi er einhleyp- ur en foreldrar hans og vinir eru þó duglegir að heimsækja hann til Hollands. Ekki segist hann þó vera einmana þrátt fyrir að búa einn. ,,Liðiði æfir á hverjum degi og stun- dum tvisvar á dag þannig að það heldur manni uppteknum. Svo er ég mikið í sambandi við fjölskyldu mína og vini á Íslandi í gegnum Facebook og Skype.” Jóhann segir verið orðinn þrælklár á þvotta- vélina en eldamennskan sé eitthvað sem eigi eftir koma. ,,Þess vegna er voða gott þegar mamma kemur í heimsókn því þá fæ ég heimilis- legan mat,” bætir hann við hlæjan- di. Íslendingurinn Kópavogsbúinn og fyrrum HK-ingurinn og jafnaldri Jóhanns Kolbeinn Sigþórsson spilar einnig með hollenska liðinu og eins og gefur að skilja eru þeir Íslendingarnir nokkuð mikið saman. Það eru ekki allir sem vita að Jóhann Berg flutti með foreldrum sínum 14 ára gamall til Englands og komst að hjá unglingaliði Chelsea. Dvölin var þó ekki mjög löng þar og skipti hann yfir til nágran- nanna hjá Fulham. Þar spilaði hann við ágætan orðstý í 2 ár en lenti þá í því að slíta krossbönd í hnénu. Þá tók við löng endurhæf- ing sem tók nokkuð á hinn unga og stundum óþolinmóða Blika. ,,Fulham reyndist mér afskaplega vel í þessu meiðslabasli mínu og hugsa ég alltaf hlýlega til félagsins,” segir Jóhann, ,,Ég þurfti hins vegar að byrja upp á nýtt og taldið því rétt að koma aftur heim til Blikana. Ég byrjaði fyrsta að æfa undir stjórn hins frábæra þjálfara Péturs Péturssonar í 2. flokki en tókst fljótlega að vinna mér sæti í meista- raflokki félagsins!” Næstu skref kannast flestir við. Jóhann Berg spilaði frábærlega með meistaraflokknum og vann sér sæti í yngri landsliðum Íslands. Svo var hann valinn í A-landslið Íslands aðeins 17 ára að aldri. Þá þegar höfðu mörg erlend lið haft augastað á honum m.a. þýska liðið Hamborg og ýmsir klúb- bar á Norðurlöndunum. En að lokum samdi Blikinn efnilegi við AZ Alkmaar og hélt í víking í byrjun árs 2009. Þegar Jóhann er spurður hvar hann sjái sjálfan sig eftir 5 - 7 ár verður hann aðeins hugsi; ,,Þó svo að ég sé ánægður hjá AZ Alkmaar þá er stefnan auðvitað að komast að hjá stærra liði. Það væri gaman að komast að hjá góðu liði í þýsku eða ensku deildinni. Aðalatriðið er hins vegar að standa sig vel hjá núverandi liði og með íslenska landsliðinu. Þá opnast ýmsir mögu- leikar og það er um að gera að grípa þá þegar færi gefst.” Þrátt fyrir að Jóhann hafi ekki spilað með Blikaliðinu í 2 ár fylgist hann vel með íslenska boltanum. Ég er í góðu sambandi við strákana í liðinu, m.a. Gumma Kristjáns og Kidda Steindórs. ,,Auðvitað hefur maður smá áhyggjur út af frekar slöku gengi liðsins á undirbúning- stímabilinu. En þetta hlýtur að smella saman þegar mótið byrjar þannig að ég hef fulla trú á því að þetta verði ágætt tímabil hjá Blikaliðinu.” Jóhann Berg segir það mikilvægt fyrir ungt knattspyrnufólk að eiga sér draum og þora að láta hann rætast. ,,Auðvitað komast ekki allir að sem atvinnumenn en það má aldrei gefast upp. Mikilvægt er að æfa vel, stunda heilbrigt líferni og gera alltaf aðeins meira á æfingum en þjálfarinn fer fram á. Það eru nefnilega ekki æfingin sem skapar meistarann, heldur aukæfin- gin!,” segir þessi ungi og efnilegi knattspyrnumaður. Jóhann Berg Guðmundsson í landsliðtreyjunni. Er HREINT hjá þér? EI N N , T V EI R O G Þ R ÍR 4 33 .0 56 Hreint ehf. er öruggur valkostur á íslenskum ræstingarþjónustumarkaði, þar sem krafist er aðhalds í rekstri og faglegra vinnubragða í öllum þáttum þjónustunnar. Við gerum einföld, skýr og skrifleg tilboð í öll verkefni og klæðskerasaumum þau að ólíkum þörfum þeirra sem til okkar leita. Við búum yfir þekkingu og reynslu sem er vandfundin hér á landi og bjóðum hana á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Selfossi, Akranesi og Hveragerði. Hafðu samband í síma 554-6088 eða með netpósti á hreint@hreint.is og við komum að vörmu spori. SPARAÐU með faglegri ræstingu! Sími 554 6088 • hreint@hreint.is • www.hreint.is • Reykjavík • Akureyri • Selfoss • Akranes • Hveragerði

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.