Kópavogsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 16

Kópavogsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 16
16 Kópavogsblaðið MAÍ 2011 Það er alltaf tilhlökkun þegar fót- boltinn byrjar að rúlla á vorin. Mikið starf er búið að vera allan veturinn að undirbúa leiktíðina. Spennan vex dag frá degi, yfir því hvernig meistaraflokkarnir okkar koma undan vetri. Stjórnarfólk hefur frá því síðasta haust unnið hörðum höndum að fjáröflunum, skipulagi og öllu sem fylgir því að gera út keppnislið með það að markmiði að öll umgjörðin utan um liðin verði einsog best verður á kosið. Tölu- verðar breytingar eru á báðum leik- mannahópum, karla og kvenna hjá HK, einsog gerist og gengur. Hátt hlutfall af uppöldum leikmönnum er í báðum liðum og ungir leikmenn munu stíga sín fyrstu skref með flokkunum í sumar. Vonir mínar eru til þess að kvennaliðið verði í baráttu um að komast í úrvalsdeild. Sumarið hjá strákunum verður spennandi, deildin verður mjög jöfn og mörg lið sem gera atlögu að þessum tveimur sætum sem gefa úrvalsdeildar sæti á næstu ári. Bæði liðin okkar eru ung, fullt af hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa allt til þess að geta blandað sér í baráttuna í sumar. Nú er að sjá hvernig öll sú vinna sem leikmenn og þjálfara hafa lagt á sig vetur skilar sér. Það er markmið félagsins að meistara- flokkar félagsins spili meðal þeir- ra bestu, vonandi tekst liðum það markmið í sumar með baráttu,vilja og leikgleði. Á næstu vikum munu öll yngri lið okkar koma út úr húsun- um og líf og fjör færast yfir svæðin okkar Fagralund og Kórinn. Það verður gaman að fylgjast með flokk- unum, öllum þeim fjölda foreldra sem taka þátt í því starfi og leggja mikla vinnu á sig til að liðsmenn geti tekið þátt í skemmtilegum fótboltamótum út allt land yfir sumarið. Það að barnið manns stun- di íþróttir er ákvörðun um ákveðin lífstíl sem krefst þess að við leggj- um öll okkar á vogarskálarnar til þess að skapa það umhverfi sem við viljum að börnin okkar alist upp við í íþróttastarfi. Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað fólk leggur mikið á sig við starfið og hefur valið að barnið sitt verði HK-ingur eða öfugt að barnið hefur valið að við foreldrar verðum HK-ingar. Ég óska öllum HK-ingum velfarnaðir innan vallar sem utan í sumar. Sigurjón Sigurðsson formaður HK Sumarið er komið! Fótboltasumarið Sigurjón Sigurðsson. Leikir í 1. deild karla hefjast um miðjan mánuðinn en HK leikur sinn fyrsta leik gegn Akra- nesi á Kópavogsvelli 13. maí og síðan við Leikni uppi í Breiðholt- inu 19. maí. HK ætlar sér að sjálfsögðu að fara upp um deild en sterkustu liðin í ár eru auk HK líklega Skagamenn, Selfoss og KA. En það skemmtilega við knattspyrnuna er að erfitt er um slíkt að spá. Konurnar í HK/Víkingi ætla sér einnig að komast í úrslitakeppni 1. deildar en leikið er fyrst í tveimur riðlum og síðan úrslita- keppni fjögurra liða. Það væri gaman að sjá HK-liðin í efstu deild að nýju, og því þurfa þau öflugan stuðning á vellinum sumar. Áfram HK! Áfram HK! HK-liðið í 1. deild karla 2011. Þjálfari er Tómas Ingi Tómasson sem tók við liðinu fyrir mótið í fyrra. Árangur liðsins var undir væntingum stuðningsmanna liðsins en þess ber að gæta að miklar breyt- ingar urðu á liðinu eftir að það féll úr PEPSI-deildinni 2009. Margir spá liðinu velgengni í sumar, en baráttan um að komast upp í efstu deild verður hörð, enda keppnin í 1. deild alltaf að verða jafnari. Stelpurnar sem halda uppi heiðri HK/Víkings, í sumar í 1. deild kvenna. Þjálfari er Sigurður Víðisson. Liðið hefur eflst frá fyrra ári ef eitthvað er og er til alls líklegt í sumar. Leikið er í tveimur riðlum í 1. deild kvenna. Sími 575 4000 I byr@byr.is I www.byr.is

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.