Kópavogsblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 3

Kópavogsblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 3
3KópavogsblaðiðSEPTEMBER 2011 Niðurgreiðsla æfingagjalda 2011 - 2012 Íþróttaráð Kópavogs Fannborg 2 - 2 hæð - 200 Kópavogi - Sími 570 1500 Kópavogsbær vill vekja athygli foreldra og forráðamanna barna á niðurgreiðslu æfingagjalda vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna á aldrinum 5-17 ára. Frá og með haustinu 2011 verður greiddur styrkur vegna barna sem fædd eru á árunum 1994 - 2006. Á slóðinni http://www.kopavogur.is/þjónusta/frístundir/tómstundastyrkir á heimasíðu Kópavogsbæjar má sjá lista yfir þá aðila sem falla undir Niðurgreiðslur æfingagjalda. Tónlist, tónlistarnám og líkamsræktarkort falla ekki undir niðurgreiðslu æfingagjalda. Styrkurinn fyrir eina grein getur orðið allt að 12 þúsund krónur á ári. Hvert barn getur fengið niður- greiðslu vegna 2 íþrótta- og/eða tómstundagreina og samtals getur styrkurinn því orðið kr. 24.000,- að hámarki á ári. Ef iðkun greinar er annarskipt þá er greitt hálft gjald fyrir hverja önn að hámarki kr. 6.000,-, þó aldrei hærra en kr. 12.000,- fyrir árið. Framkvæmd niðurgreiðslunnar er þannig háttað að íþróttafélögin innheimta æfingagjöldin og sjá um að sækja styrkinn til bæjarins. Þetta þýðir að ef æfingagjald á ársgrundvelli er kr. 30.000,- greiðir foreldri/forráðamaður kr. 18.000,- til félagsins og félagið sækir framlagið kr. 12.000,- til bæjarfélagsins. Þetta á einnig við um Skátafélagið Kópa og Myndlistaskóla Kópavogs. Iðkandi sem er í tómstundafélagi og þeir sem stunda tómstundir og íþróttir utan Kópavogs en eiga lögheimili í bæjarfélaginu, eða forráðamaður þeirra, þurfa að sækja styrkinn í þjónustuver Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 1. hæð. Með framvísun greiðslukvittunar fyrir viðkomandi grein verður styrkurinn greiddur út. Reglur og skilyrði fyrir styrk vegna niðurgreiðslu æfingagjalda eru eftirfarandi; 1. Að barnið eigi lögheimili í Kópavogi. 2. Að barnið iðki íþróttir/tómstundir á ársgrundvelli. 3. Iðkandi getur aðeins fengið niðurgreiðslu vegna 2 íþrótta- og/eða tómstundagreina. 4. Styrkur getur aldrei orðið hærri en æfingagjald viðkomandi íþrótta-/ tómstundagreinar. 5. Hámarksstyrkur á hverja grein er kr. 12.000,- 6. Við greiðslu æfingagjalda kemur styrkurinn til frádráttar æfingagjaldi. 7. Til að félögin/iðkendur fái styrkinn greiddan frá Kópavogsbæ þarf að framvísa staðfestingu á greiðslu æfingagjalda fyrir viðkomandi iðkanda. 8. Til að einstaklingar sem stunda tómstundir eða íþróttir utan Kópavogs fái styrkinn frá Kópavogsbæ þarf að framvísa staðfestingu á greiðslu æfingagjalda fyrir viðkomandi iðkanda. 9. Að um sé að ræða skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Mikilvægt er að greiðslukvittanir berist tímanlega fyrir hverja önn. Með önn er átt við haustönn (frá 1. júlí – 31. des) og vorönn (frá 1. jan – 30. júní). Aðeins er greitt fyrir eina önn aftur í tímann. Berist greiðslukvittun ekki innan þessa tíma fellur greiðslan niður.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.