Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 3

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 3
landið og tungan skapi okkur helst sérstöðu í samfélagi þjóðanna. Töpum við þessum sérkennum, mun ekki líða á löngu þar til við glötum viljanum til þeirrar baráttu sem hefur á ótrúlega skömmum tíma breytt íslenska þjóðfélaginu úr bændasamfélagi í háþróað og auðugt þekkingar-, þjónustu- og iðnaðarsamfélag án þess að menningar- arfleifð okkar hafi lotið í lægra haldi fyrir erlendum menningarstraumum. Um það er ekki deilt að þekking á erlend- um tungumálum er mikilvægari en áður við nýjar alþjóðlegar aðstæður og með meiri áherslu á arðbær störf byggð á rannsóknum og vísindum. Rækt við móðurmálið er hins vegar forsenda þess að menn geti tileinkað sér aðrar tungur. Ég gæti þannig fært mörg fleiri rök fyrir því að við efnum til dags íslenskrar tungu. Hér hef ég kosið að nefna þau sem snerta átök þjóðarinnar í samtímanum. Hinu hef ég sleppt sem lýtur beint að rækt við menn- ingararfinn. Lít ég þannig á að skyldan við hann sé okkur í blóð borin. Við vitum öll að án tungunnar hverfur íslenska þjóðin inn í stærra samfélag eins og Fjölnismenn töldu á sínum tíma. Raunar blasir við að það yrði inn í hinn enskumælandi heim því að Norður-Atlantshafið, sem umlykur okkur, er menningarlegt yfírráðasvæði hinna öflugu enskumælandi nágranna okkar í austri og vestri. Ég tel hin fjölbreyttu og ánægjulegu viðbrögð, sem dagur íslenskrar tungu hefur vakið, til marks um að Islendingar vilji eindregið leggja rækt við móðurmál sitt. Sá vilji ræður úrslitum um lok þeirrar ferðar sem við hefjum hér í dag. A vegum menntamálaráðuneytisins hefur verið leitast við að undirbúa daginn með því að virkja sem flesta. Dagur íslenskrar tungu er ekki minningardagur heldur tilefni til að gera betur, huga að nýjum leiðum til að vekja áhuga á gildi þess að tala og rita íslensku. Vil ég á þessari stundu þakka þeim sem hafa annast skipulag átaksins í tengslum við daginn. Fól ég það starf sérstakri fram- kvæmdastjóm en í henni sitja Kristján Áma- son prófessor, formaður íslenskrar mál- nefndar, Njörður R Njarðvík prófessor, Olafur Oddsson menntaskólakennari, Sig- mundur Ernir Rúnarsson fréttamaður og Þorgeir Olafsson, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, sem jafnframt er formaður stjómarinnar. Jónmundur Guð- marsson deildarsérfræðingur hefur verið verkefnisstjóri hennar. Strax og fréttir bámst af því fyrir ári að ríkisstjómin hefði fallist á tillögu mína, kom ífam víðtækur áhugi á málinu. Meðal þeirra sem sögðust að eigin frumkvæði vilja leggja málstaðnum lið var íslandsbanki, sem veitir fjárstyrk er ákveðið var að rynni til einstak- lings sem að mati framkvæmdastjómar hefði með sérstökum hætti lagt tungunni lið með störfum sínum og annarri viðleitni. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar verða veitt í fyrsta skipti hér á eftir og vil ég þakka bankanum þennan stórhug og stuðning við framtakið, var fmmkvæði hans hvatning öllum sem að undirbúningnum komu. Tilefni þessarar samkomu okkar hér í dag er einmitt að heiðra þá sem hafa lagt tung- unni lið. Athöfnin hér í Listasafni Islands er einungis einn þáttur af mörgum sem tengjast þessum degi. Fjölbreytnin á að stuðla að því að vekja sem flesta til umhugsunar um móðurmálið. í dag og undanfama daga hefur verið bryddað upp á ýmsu sem tengist tung- unni. Raunvemlegt átak byggist á þátttöku margra aðila sem spanna meginsvið þjóðlífs- ins. Framkvæmdastjóm dagsins lagði höfuð- áherslu á ffjálsa þátttöku fyrirtækja, stofn- ana, samtaka og félaga, leit hún raunar fremur á sig sem umsjónarmann en stjóm- anda. Vil ég hér með þakka öllum sem með fmmkvæði, áhuga og góðum vilja hafa lagt málinu lið. Vöna ég að strax á fyrsta degi íslenskrar tungu hafi tekist að renna styrkum stoðum undir framtakið á komandi ámm. Hverjum degi þarf að velja sitt þema og tryggja þannig innra samræmi þessa lang- tímaverkefnis. Slíku þema er ætlað að vera 3

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.