Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 4

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 4
almennt viðmið, einkum í starfi skóla, þótt hverjum og einum hafi verið og sé frjálst að nálgast tilefni dagsins á eigin forsendum. Framkvæmdastjómin ákvað að í ár skyldi Jónas Hallgrímsson, líf hans og list, setja svip sinn á daginn og því eru einkunnarorð hans - Móðurmálið mitt góða - frá Jónasi komin. Góðir áheyrendur! Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, segir í nýlegri bók sinni, Um Jónas, að með Jónasi Hallgrímssyni hefjist nútíminn í íslenskri ljóðagerð. Lífsstarf hans eigi rætur í fomri menningu þjóðarinnar og alþjóð- legum viðhorfum, en ljóðlist hans sé jafn- nútímaleg og kvæði Steins Steinars, atóm- skáldanna og arftaka þeirra, tungutakið án stirðleika eldri skáldskapar og fylgi vand- fömu einstigi talmáls og bókmenntalegrar arfleifðar. Orðrétt segir Matthías: „Jónas lifir með okkur, við eigum hann að; en hann er ekki daglegur gestur í lífi okkar; sjaldnast er vitn- að í hann. ... En samt er hann eins og ein- hver goðsöguleg vera á stalli og ef við ímynd hans eða orðstír væri amazt risu menn upp til að mótmæla." Og Matthías líkir Jónasi við ljóðið, sem er óáleitið og endingargott, til þess sé vitnað í þrengingum, það vaxi inn í vitund okkar, sterkt og lífseigt eins og grasið. Tómas Guðmundsson sagði veglegra og vandasamara að vera Islendingur fyrir það að Jónas Hallgrímsson hefur ort og lifað. Við skulum hvorki víkjast undan vegsemd- inni né vandanum. Megi ljóðið, Jónas og móðurmálið mitt góða vera sterkt og lífseigt eins og grasið í vitund íslensku þjóðarinnar. Stuðli dagur íslenskrar tungu að því, er til nokkurs unnið. 4

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.