Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 6

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 6
úrslitum. Ég lít á það sem nýtt og heillandi viðfangsefni á komandi öld að gera það menningarlega sérkenni okkar, að við tölum og hugsum á íslensku, að uppsprettu auðs og hamingju. Mörgum stórþjóðum vex það í augum að nota eigið tungumál sem sam- skiptatæki í upplýsingaþjóðfélaginu. Ef við Islendingar leysum það verkefni að geta notað íslensku sem aðalmál í öllum tölvu- samskiptum má fullyrða að sú þekking, kunnátta og fæmi sem við það skapast geti orðið mikilvæg útflutningsvara sem aðrar þjóðir muni taka fegins hendi. Islenskt hug- vitsfólk á hér verk að vinna í félagi við framsýn athafnaskáld. Framtíðin mun færa okkur margvíslega möguleika til þess að hraðþýða tungumál. Engin ástæða er því til að gefa lítil málsam- félög upp á bátinn eða leggjast í hugarvíl þó að ensk tunga beri um stund ægishjálm yfir önnur tungumál. Tækniþróunin er alveg eins til þess fallin að efla lítil málsvæði eins og að leggja allt undir eina alheimstungu. Islendingar hafa ekki gert það upp við sig enn hvort þeir eigi að krefjast þess að nota sitt eigið tungumál í norrænu eða evrópsku samstarfi eða innan vébanda alþjóðastofn- ana. En leiðum að því hugann að það sem nú gæti þótt höfðingjadirfska af smáþjóð þykir ef til vill sjálfsagt mál að nokkrum áratugum liðnum. Tungumálið er eign einstaklingsins og samfélagsins. Þessi sameign er okkar dýr- asta djásn. Um leið og við látum okkur annt um það, bæði sem þjóðfélag og sem einstak- lingar, ber okkur að kenna öðrum þjóðum að þekkja það og virða. Bókmenntir okkar að fomu og nýju, kvikmyndir og önnur andleg afrek munu þar verða okkur að mestu liði. En hver og einn verður að leggja fram sinn skerf. Ég hef ákveðið að hafa þann hátt á að mæla að jafnaði nokkrar setningar á íslensku í ræðum sem forseti Islands flytur á erlendri grund. Það er ekki til of mikils ætlast að gestgjafar hlýði eina örskotsstund á tungu Snorra Sturlusonar sem íslensk alþýða og skáld hennar hafa ræktað í þúsund ár. Ég vil að endingu óska Islendingum öllum til hamingju með dag íslenskrar tungu. 6

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.