Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 11

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 11
greina þennan nýja raunveruleika og þar skiptir máli hvaða eða hvers konar tungumál er notað til að túlka hann og tjá. Og þá kemur að meginviðfangsefni þessa erindis. Það er staðreynd sem ekki verður um flúin að íslensk tunga er ekki lengur ein- ráð sem miðill í boðskiptum og tjáningu hér á landi. I fyrsta lagi eiga mynd og tónn stærri hlutdeild í menningunni, hvort heldur er lág- menningu eða hámenningu, eða daglegu umhverfí almennt, og tæknin er allt önnur en var. Og við þetta bætist að íslendingar nota fleiri tungumál en íslensku. Itök annarra tungumála, fyrst og fremst enskunnar, eru orðin svo mikil að því heyrist jafnvel haldið fram að tvö tungumál séu á Islandi. Islenskt samfélag sé á góðri leið með að verða tví- tyngt. Mig langar að leiða hugann að því hér á eftir hvað í þessu felst, og í rauninni er kominn tími til að stjómvöld, og þá fyrst og fremst yfirvöld mennta- og menningarmála, taki þessi mál til athugunar og spyrji sjálf sig ýmissa grundvallarspuminga. Tvítyngi I tvítyngdu eða fleirtyngdu samfélagi búa saman tvö eða fleiri tungumál, en sambúð tungna getur verið með ýmsu móti og ástæðumar til tvítynginnar margs konar. Til em þjóðríki þar sem fleiri en eitt tungumál hafa búið saman í sátt og samlyndi um aldaraðir. I rótgrónum fleirtyngdum sam- félögum eins og Sviss talar hver hópur sitt tungumál, og þannig skipta málin með sér verkum og virða umdæmi hvert annars. Þeim em mörkuð tiltekin svæði. En svo em þess líka dæmi að tvítyngi fylgi alvarleg vandamál, jafnvel svo að leiði til blóðugra átaka. I Afríku, þar sem ríkjaskipun mótaðist á sínum tíma af því hvemig Evrópu- þjóðir höfðu skipt álfunni milli sín í nýlendur, eru mörg dæmi um þetta. Þegar stofnuð voru sjálfstæð riki á gmnni hinna gömlu nýlendna flokkuðust oft saman ólíkar þjóðir og ætt- bálkar, og þetta getur leitt til alvarlegra átaka, eins og sést af allt að því daglegum fréttum af stríði og hörmungum í Afríku. Þótt aðstæðurnar í Sviss og Afríku séu ólíkar em þær þó líkar að því leyti að í báðum tilvikum er hefð fyrir tvítynginni (eða fjöltynginni) í þeim skilningi að tungu- málin sem skipta með sér samfélaginu em hefðbundin hvert á sínu svæði. Ef rétt er að telja íslenskt nútímasamfélag tvítyngt er ljóst að sú tvítyngi sem hér ríkir er annars eðlis. Hér er ekki um það að ræða að samfélagið skiptist í hópa sem búa hver á sínu landsvæði sem þeir hafa helgað sér frá fomu fari, heldur er um að ræða sam- keppni milli alþjóðatungumálsins ensku og þjóðtungu sem er að mörgu leyti býsna sér- stök. (Eg geri ekki ráð fyrir að menn myndu vilja líta á herstöðina á Miðnesheiði sem enskt málsvæði á íslensku landi, enda þótt slíkt sé e.t.v. skilgreiningaratriði.) Stærðar- hlutföllin milli heimstungunnar og þjóð- tungunnar em það sem fyrst vekur athygli því bæði að fjölda þeirra sem nota málið og magni þess sem skrifað er og sagt er enskan svo margfalt stærri en íslenska að erfitt er að finna þar hliðstæðu eða samlíkingu, jafnvel koma tölum yfir. Astandið minnir þó að vissu leyti á mið- aldimar í Evrópu. Þá var alþjóðatungumálið latína og til varð sameiginlegt heiti fyrir heimatungumar, þær voru kallaðar linguae vernaculae og kenndar við innfædda þræla hinna drottnandi Rómverja. Þetta má ein- faldlega kalla heimatungur á íslensku. Heimatungumar þóttu að sjálfsögðu ófínni en heimstungan latína. Islenska landnema- samfélagið var þó sérstakt fyrir það að þar áttu innlendar bókmenntir í fullu tré við heimsbókmenntimar, og íslenskar miðalda- bókmenntir hafa orðið heimsbókmenntir í einhverjum skilningi að minnsta kosti. Islenska komst í tölu menningartungumála heimsins fyrr en margar aðrar heimatungur. Nú er heimstungan enska og heimatung- umar önnur tungumál heimsins því íslenska er ekki eina tungumálið sem á í samkeppni við ensku. En að sjálfsögðu er nútíminn flóknari en svo að hægt sé að skilja hann með einfaldri samlíkingu við miðaldir, og 11

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.