Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 12

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 12
staða þjóðtungna nútímans gagnvart ensku er önnur en þrælatungna miðalda gagnvart latínu. Þjóðtungur nútímans, svo sem þýska, franska og norrænu málin, eru að sjálfsögðu háþróaðri en tungur miðalda sem voru ekki einu sinni til sem ritmál þegar áhrifa latín- unnar tók fyrst að gæta. En á móti kom að á miðöldum var latína ekki lengur lifandi móðurmál neinnar þjóðar heldur lærdóms- mál, og á endanum voru það þjóðtungumar sem lifðu af en ekki latína. Enska, sem einu sinni var heimatunga, er orðin að heims- máli, en hún er um leið móðurmál stórs hluta heimsbyggðarinnar. Þess er þó e.t.v. ekki langt að bíða að hún klofni í ólíkar heimatungur, líkt og latína gat af sér róm- anskar þjóðtungur nútímans, frönsku, ítölsku, portúgölsku, rúmensku og spænsku. Sambúð tveggja tungna á íslandi En lítum nú nánar á sambúð íslensku og ensku á Islandi. Eins og áður segir hefur því verið haldið fram að ítök enskunnar séu svo mikil að rétt sé að tala um að samfélagið sé að verða tvítyngt. Það verður æ algengara að beinlínis sé gert ráð fyrir að Islendingar skilji ensku og að hugarheimur þeirra sé hinn sami og Bandaríkjamanna til að mynda. Islensk ungmenni virðast jafn-hand- gengin amerískum kvikmynda- og íþrótta- hetjum og hetjum íslenskra bókmennta. í íslenskum spumingaþáttum virðist jafnoft eða oftar spurt um amerískar kvikmyndir en íslenskar bókmenntir. Þótt um þetta skorti áreiðanlegar upplýsingar er það mat margra að sú kynslóð sem nú er um tvítugt eða yngri sé að verða jafnfær á ensku og ís- lensku. Ef rétt er hljótum við að spyrja hveijar yrðu afleiðingar slíkrar sambúðar. Kerfisleg áhrif Reynslan sýnir að tvær eða fleiri tungur, sem búa náið saman, geta haft margvísleg áhrif hvor eða hver á aðra. Tökuorð ganga á milli og þess em dæmi að sambýlistungur lagi sig hvor að annarri í framburði og hljóðkerfi, og jafnvel beygingarkerfi. Einnig er líklegt að merkingarkerfin verði lík því hugmyndir fólksins og formdeildir samfélagsins eru einar, en þar sem tungumar em tvær fá þau tvö heiti, hvort fyrir sitt tungumál. I sambúð ensku og íslensku hér á landi má búast við að þessi áhrif verði einungis á annan veginn, þannig að íslenska verði þiggjandinn. Að vísu er hugsanlegt að sú enska sem Islendingar tala, hin raunveru- lega ísl-enska, geti smitast af íslensku, en ekki er líklegt að úr því verði sérstakur mál- staðall því gera má ráð fyrir að notkun ensku á Islandi lagi sig að flestu leyti að erlendum stöðlum. Enska sem tungumál mun því væntanlega verða tiltölulega ósnortin af íslenskum áhrifum, en aftur má búast við þeim mun meiri áhrifum ensk- unnar á íslensku. Raunar eru áhrifin þegar sjáanleg því mörg orð í daglegu tali eru annaðhvort tökuorð úr ensku eða þýðingar á enskum hugtökum. Ahrifin koma sem sé fram í orðum eins og töffari, partý, bisnissmaður, tékka o.s.frv. En einnig hafa menn þóst sjá áhrif á orðalag lengri sambanda, þannig að talað er um að taka mjólk í kajfi í stað þess að nota mjólk í kaffi og taka orð manns fyrir e-ð (sbr. take one’s word for something) í stað: trúa. Og nýlega heyrðist útvarpsmaður í Ríkisútvarp- inu segja að nú þyrfti hann að slíta umræð- um því að hann og viðmælendur hans væru að renna út af tíma (enska: run out oftime). Síður er að búast við enskum áhrifum á beygingarkerfi og e.t.v. einnig hljóðkerfi. En þó er athugandi hvemig stendur á fram- burði sem nokkuð virðist tekinn að ryðja sér til rúms meðal yngra fólks og er þannig að orð eins og tjald eru borin fram með hálf- lokhljóði sem minnir á upphafshljóðið í enska nafninu Charlie. Hér er hinn íslenski framburður tj. Hér verða menn að láta sér nægja dæmi því litlar sem engar kerfisbundnar rann- sóknir hafa verið gerðar á þessum áhrifum enskunnar á íslensku dagsins í dag. Við vitum ekki hversu mikil þessi áhrif eru þótt allir séu sammála um að þau séu mikil. 12

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.