Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 16

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 16
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkur- samsölunnar, og Kristján Arnason, formaður Islenskrar málnefndar, á málræktarþingi Islenskrar málnefndar 16. nóvember 1996. tökuorðið. Varan er sem sé góð. En eins og allir sölumenn vita er ekki nóg að vera með góða vöru. Sölukerfið þarf að vera í lagi. Eins og áður er á minnst eru hin yfirþyrm- andi áhrif enskunnar greinilegust í skemmt- anaiðnaðinum, í sjónvarpi, kvikmyndum og dægurtónlist, og þessu efni virðist stundum haldið að þjóðinni með ótrúlegu offorsi. Ekki bara í erlendu gervihnattasjónvarpi heldur einnig á „íslenskum“ sjónvarpsstöðvum og í „íslenskum" kvikmyndahúsum. Aberandi dæmi um þetta eru gegndarlausar auglýs- ingar kvikmyndahúsa og myndbandaleigna í ríkissjónvarpinu á besta auglýsingatíma. Þetta er svo yfirþyrmandi að það vekur spumingar um hvort um sé að ræða kerfis- bundna herferð af ásettu ráði til að tryggja söluna og koma í veg fyrir að annar vam- ingur komist að á markaðnum. Að sjálfsögðu eru þetta getgátur einar, en áhrifin gætu einmitt orðið, og eru kannski orðin, þau að alþýða manna verði ekki (í víðum skilningi) „læs“ á annað en þessa amerísku fjöldaframleiðslu. Og það er aug- ljóst hverjir bera mestan hag, og þá peninga- legan hag, af þessu. Það em framleiðendur efnisins og umboðsmenn þeirra. Spyrja má hvort erlendir framleiðendur og sölumenn efnisins sjái sér hag í að styrkja sölustöðv- amar með því t.a.m. að gerast meðeigendur í íslenskum sjónvarpsstöðvum. Einnig má spyrja hvort Islendingar og aðrar Evrópu- þjóðir hafi sofið á verðinum. Lokaorð Eðlilegt er að spurt sé hvort eitthvað sé hægt að gera til að efla íslenska tungu í sam- keppni við enskuna. En oft vill verða fátt um svör. Yfirlýsingar stjómmálamanna á hátíðarstundum, hversu einlægar sem þær kunna að vera, eða fjárveitingar, beinlínis ætlaðar til eflingar íslenskri tungu, munu 16

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.