Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 19

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 19
verða illa læsir og eigi erfitt með að tjá sig í ræðu og riti. Þeir sem þannig tala benda á að yngri kynslóðir verða fyrir sterkum áhrifum ensku og beita henni í mörgum daglegum störfum. Þessar kynslóðir vilja fremur horfa á sjónvarp en lesa bækur. Nú til dags geta allar fjölskyldur valið um sjón- varpsefni frá gervihnöttum sem keppir við sjónvarp með íslensku tali. Heimsnet tölv- anna talar ensku. Verslun og bein samskipti við aðrar þjóðir fara í vöxt en þar dugir íslenskan skammt. Til að bjarga sér í við- skiptum og ferðalögum verða menn að kunna ensku. Því gæti svo farið að mönnum þætti íslenskan aðeins til trafala og eins konar sérviska þjóðernissinna sem hamlaði gegn eðlilegum samskiptum við aðrar þjóðir. Þeir sem mestar áhyggjur hafa full- yrða að íslenskan sé í slíkri hættu að það sé allsendis óvíst að við munum tala hana eftir 100 ár. Við þurfum ekki að leita lengra en til Orkneyja til að sjá dæmi þessa. Eða til Kelta og Frísa sem eru mun fjölmennari en Islendingar, en hafa þó að miklu leyti tapað sínu máli. Þessi hugsun er reyndar fjarri flestum Islendingum í dag. En hún er þess virði að hugleiða hana. Ef Islendingar verða ekki læsir á íslensku rofna bein tengsl þeirra við söguarfinn og rætur íslenskrar menn- ingar. Margt bendir til þess að við munum velja enskuna til samskipta við aðrar þjóðir en berum við gæfu til að halda íslenskunni einnig? Til þess að svo verði dugir ekki að láta reka á reiðanum. Beita þarf skipulegri orðasmíð og tryggja að endumýjun íslensk- unnar hafi undan ásókn enskunnar. Takist þar vel til gæti sambúð við sögu og náttúru landsins nægt til þess að við getum talað tungum tveim og verið á einu máli sem þjóð. 19

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.