Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 20

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 20
FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Undirmeðvitundin sem nýlenda í upphafi voru kvikmyndir þöglar og þjóð- emi þeirra óljósara en nú. Auðvelt var að markaðssetja myndirnar og það gerði smá- þjóðum eins og Dönum kleift að ná fótfestu á alþjóðamarkaði. Myndmálið var öllum skiljanlegt hvar sem þeir bjuggu á jarð- kringlunni án tillits til tungumála. Með tilkomu hljóðs kom upp áður óþekktur vandi, nefnilega að mannfólkið talar ólík tungumál. Talmyndin, sem leit dagsins ljós 1927, styrkti í fyrstu þjóðlega kvikmynda- gerð, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi, vegna þess að talið var mikilvægt að mælt væri á tungu viðkomandi þjóðar. Tungumál þjóðar er helsta sameiningarafl hennar og án þess er ekki hægt að tala um menningu hennar. Eftir að Bandaríkjamenn tóku forustu í gerð kvikmynda var þjóðleg kvikmyndagerð helsti þymir í augum þeirra og svo er enn. I samningaviðræðunum um GATT-samkomulagið árið 1994 var síðasti ásteytingarsteinninn krafa Bandaríkjamanna um að takmarka þátttöku ríkisins í gerð kvikmynda sem hefði þýtt endalok evrópskrar kvikmyndagerðar. Frakkar, sem hafa ávallt borið hag kvikmyndarinnar fyrir brjósti, komu í veg fyrir þessa áætlun kvik- myndarisanna frá Hollywood. Til þess að fólk geti gert sér í hugarlund hversu gífur- legir hagsmunir eru í húfi má benda á að kvikmyndaframleiðslan er annar stærsti út- tlutningur Bandaríkjanna. En stjómmála- menn í Evrópu vonast jafnvel til að geta útrýmt atvinnuleysi í álfunni með því að framleiða meira af því sjónvarpsefni sem þar er neytt. Þess vegna auka nú allar sið- menntaðar þjóðir framlög til kvikmynda- gerðar því þeim peningum er ekki einungis ætlað að auka atvinnu í grein sem hefur endalaus sóknartækifæri heldur og að efla þjóðarvitund og sjálfstæðisbaráttu. Fjöl- breytni tungumála endurspeglar fjölbreytni mannlífsins og þjóðlegar kvikmyndir koma þessari fjölbreytni til skila. Flestar þjóðir Evrópu talsetja erlendar kvikmyndir þegar þær eru sýndar í sjónvarpi og þessarar við- leitni gætir hér á landi í talsetningu alls smábarnaefnis. Við talsetninguna glatar hins vegar upprunalega verkið hluta af menn- ingarlegum uppruna sínum. Þess vegna hafa undirtextar rutt sér til rúms og staðreyndin er sú að til dæmis Bandaríkjamenn vilja heldur sjá íslenska kvikmynd með íslensku tali heldur en að myndin sé talsett á ensku. Það umhverfi sem við búum við hér á landi í kvikmyndamálum er algerlega óvið- unandi. Frumsýndar eru í kvikmyndahúsum um 250 erlendar myndir á þessu ári en aðeins tvær íslenskar. Tungumálið er í flest- um tilfellum enska og afurðin bandarísk. Sama er að segja um sjónvarpsstöðvamar. Þær eru nánast framlenging af myndbanda- leigum bandarískra framleiðenda. Sagt er að þegar fólk hugsi á ensku kunni það tungu- málið. Hvemig eiga ungir þegnar þessa lands að hugsa á íslensku ef stór hluti umhverfis þeirra mótast af enskri tungu? Bandarískir kvikmyndaframleiðendur hafa gert undirmeðvitund okkar að nýlendum sínum og þurfa ekki að beita gömlum að- ferðum við nýlendukúgun sína. Nú nægir þeim að einoka þá auðlind sem frístundir fólks eru, það er að fá að drepa tímann fyrir fólki án þess að borga veiðigjald í því and- varaleysi sem hér ríkir. Hér á landi fá sumir leyfi til að sjónvarpa efni án þess að greiða fyrir þann skaða sem þeir valda innlendri menningu. Sums staðar í Evrópu, eins og til dæmis í Frakklandi, greiða menn fyrir sjón- varpsrás eins og um afnot af auðlind væri að 20

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.