Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 21

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 21
ræða. Þetta fé rennur síðan til innlendrar kvikmyndagerðar. Hlutur sjónmiðla í menningameyslu íslendinga er mun stærri en annarra fjöl- miðla og listgreina. Til dæmis em áhorf- endur Þjóðleikhússins á einu leikári nokkrir tugir þúsunda sem er svipað og áhorf ríkis- sjónvarpsins á einni helgi. Menn hafa ekki gert sér grein fyrir breyttum neysluvenjum á menningarsviðinu. Það fjármagn sem veitt er til íslenskrar framleiðslu í sjónmiðlum endurspeglar ekki mikilvægi hennar. Engu er líkara en hugsunarháttur stjómmála- manna hafi staðið í stað frá síðustu alda- mótum í þessu efni. Þeir hafa horft á tækni- þróunina fullir lotningar og haldið að sér höndum. Það ætti að vera nútímastjóm- málamönnum metnaðarmál að auka íslenskt efni í sjónmiðlunum. Þó að ráðamenn segist vera allir af vilja gerðir til að efla hag íslenskrar tungu er ljóst að það verður ekki gert nema með þjóðarátaki. Tafarlausra að- gerða er þörf. Hér duga ekki töfralausnir markaðsspekinga sem eru þýddar upp úr ritum milljónaþjóða. Meðal annars vegna smæðar okkar getum við ekki vænst þess að frjáls samkeppni komi tungunni til bjargar. Því miður hefur það sýnt sig að hinar frjálsu sjónvarpsstöðvar hafa ekki fjárhagslegt bol- magn til að auka hlut íslensks dagskrárefnis sem stendur undir nafni. Hvergi í heiminum er þó jafnalmennur stuðningur við innlent efni og hér á landi. Má í því sambandi benda á að í upphafi borguðu menn þrefalt miða- verð inn á íslenska kvikmynd. Eftir því sem valið hefur aukist hefur þessi mismunur á miðaverði minnkað. Engu að síður sýnir þetta að íslendingar vilja umfram allt íslenskt efni. Bandalag íslenskra listamanna sendi frá sér yfirlýsingu 19. júní sl. þar sem bent er á ýmsar leiðir til þess að efla inn- lenda dagskrárgerð. Þar er skorað á rfki og borg að taka höndum saman í því að veita framleiðendum íslensks efnis stuðning. Því miður er svo komið að aðrar þjóðir fram- leiða þær fáu íslensku kvikmyndir sem nú eru gerðar. Þannig treysta ráðamenn á að íslenskir kvikmyndagerðarmenn finni erlent fjármagn í myndir sínar. Hins vegar er staðan sú í íslenskri kvikmyndagerð að svo dæmi sé tekið af nýjustu kvikmynd okkar kvikmyndagerðarmanna, Djöflaeyjunni, að meginhluti framleiðslufjármagnsins kemur frá útlöndum. Yftrvöld skella því skolla- eyrum við þeirri staðreynd að kröfur erlendra framleiðenda gerast æ háværari um það að taka myndirnar á ensku af því að það fjármagn sem yfirvöld hér leggja til kvik- myndagerðar á hverju ári nægir ekki einu sinni til framleiðslu einnar myndar. Það er því pólitísk ákvörðun hvort hér verða gerðar myndir á íslensku í framtíðinni. Fyrr á öldum komu stjómmálamenn eins og Snorri Sturluson því til leiðar að tunga okkar og menning yrði varðveitt á kálfskinni. Slíkan myndarskap þekkjum við kvikmynda- gerðarmenn ekki lengur. Það kemur í ljós á allra næstu ámm hvort það séu kálfamir sem hafi tekið völdin. 21

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.