Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 22

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 22
Sitt af hverju Útgáfa Málfregna lá niðri í rúm fjögur ár, frá árslokum 1992 og fram að þessu tölublaði. Hér verður ekki reynt að rekja svo að heitið geti tíðindi frá þessu tímabili öllu á málræktar- sviðinu eða úr starfi Islenskrar málnefndar sérstaklega. Kemur þó ýmislegt upp í hugann, meðal annars stofnun Lýðveldissjóðs 1994 sem og efling Málræktarsjóðs, ýmsar nýjar orðabækur og orðaskrár, nýjar orðanefndir á skrá Islenskrar málstöðvar o.fl. Hér verða aðeins birtar fáeinar fréttir úr málræktarstarfi frá allra síðustu misserum en-ritstjóri biður lesendur að virða til betri vegar að ekki er rúm til að tína til allt sem ástæða væri til. Dagur íslenskrar tungu Fyrst er að telja nýjan hátíðisdag, dag íslenskrar tungu. Ríkisstjómin samþykkti 16. nóvember 1995 tillögu Bjöms Bjamasonar menntamála- ráðherra um að helga þennan dag árlega íslenskri tungu. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn 16. nóvember 1996 og er meirihluti þessa tölublaðs helgaður honum. Efnt var til fjölda viðburða um allt land í tilefni dagsins. Við hátíðlega athöfn í Listasafni íslands voru Vilborgu Dagbjartsdóttur, skáldi og kenn- ara, veitt verðlaun Jónasar Hallgnmssonar og orðanefndir byggingarverkfræðinga og raf- magnsverkfræðinga fengu viðurkenningar. í krafti upplýsinga Menntamálaráðuneytið sendi frá sér í mars 1996 bókina f krafti upplýsinga. Tillögur menntamálaráðuneytisins um menntun, menn- ingu og upplýsingatækni (95 bls.). Um íslenska tungu segir þar m.a. á bls. 53: „Með tilkomu nýrra leiða til upplýsingamiðlunar, svo sem gervihnattasjónvarps, Internets, marg- miðlunar- og tölvutækni, verða tengsl fslensks samfélags við umheiminn meiri og framboð erlends menningarefnis eykst til muna. í upp- lýsingasamfélagi er því aukin þörf á að íslend- ingar hugi að viðgangi tungunnar." Sett eru fram eftirfarandi markmið (bls. 53): „Standa vörð um íslenska tungu í upplýs- ingasamfélaginu og tryggja að tungumálið fái að þróast í samræmi við íslenska mál- stefnu. Hvatt verði til að íslenskt efni verði í aukn- um mæli á boðstólum á tölvutæku formi. Efla þarf nýyrðasmíð sem tengist upplýs- ingatækni og tölvuvæðingu. Stefnt skal að því að íslenska algengustu gerðir hugbúnaðar." Hvað varðar síðustu setninguna má einnig nefna að í kafla um tækjabúnað og stýrikerfi í menntastofnunum segir að enn sé í gildi sú stefna menntamálaráðuneytisins að kosta ein- ungis útgáfu hugbúnaðar fyrir DOSAVindows en hún hafi orðið til þess að hlutfall slíkra tölva hafí aukist í skólum. Stýrikerfi þeirra er á ensku og það „leiðir til þess að tölvu- umhverfi íslenskra grunnskólabama er enskt. Þessu þarf að breyta" (bls. 36). Orðabanki íslenskrar málstöðvar og þjónusta við þýðendur Islensk málnefnd hlaut sex milljóna króna styrk úr Lýðveldissjóði 1995 til þjónustu við þýðendur og íðorðabanka. Dóra Hafsteins- dóttir, BA í frönsku og ensku, var ráðin að Islenskri málstöð til þessara verkefna í október 1995. Hún hefur mikla reynslu af þýðingum og orðabókarritstjóm. Til undirbúnings orða- banka Islenskrar málstöðvar fékkst einnig einnar milljónar króna styrkur úr Málræktar- sjóði 1996 (til að kosta gerð sérhæfðs tölvu- kerfis). Undirbúningur orðabankans er kominn vel á veg þegar þetta er ritað og verður nánar greint frá honum í næsta tölublaði Málfregna. Stefnt er að því að bankinn verði aðgengilegur almenningi á Internetinu síðla árs 1997. Islensk málstöð vill bæta þjónustu við þýðendur og það tengist raunar orðabankanum sem áður er nefndur enda má vænta þess að hann gagnist þýðendum vel. Dóra Hafsteins- dóttir hefur verið í sambandi við þýðendur undanfarin misseri og veitt þeim ýmsa fyrir- greiðslu. Islensk málstöð efndi til námstefnu fyrir þýðendur 26. apríl 1997. Þar vom flutt eftirfarandi erindi: Orðabanki á Netinu (Dóra 22

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.