Fréttablaðið - 18.04.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.04.2016, Blaðsíða 8
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Tengibox og kaplar Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Kapalkefli 10m H05vv-F3G1,5mm 2.990 Rafmagnssnúra 25m H05vv F3G1,5 5.490 Einnig 15m kr. 3.190 10 mtr kr. 2.590 25mtr IP44 H07RN F3G1,5 kr. 7.790 Fjöltengibox IP44 H07RN F3G1,5 1,5 m snúra 1.990 Kapalkefli 50mtr H05vv-F 3G1,5mm 8.990 25mtr H05vv-F 3G1,5mm 6.190 25mtr H05vv F3G1,5mm 4.190 Rafmagnskefli Pro 25m H07RN-F 3G1,5mm 8.590 3 fasa rafmagnssnúrur 25m 32amp 5G4 19.900 einnig 25m 32Amp 5G6 24.990 & 63Amp 25m 5G10 29.990 Tengibox 1x32A- 1 x 16-4x230v 21.990 Tengibox 1x32A- 2x16-4x230 v 29.900 öryggismál Landhelgisgæslan og Samtök útgerða skemmtiferðaskipa í norðurhöfum stóðu á dögunum fyrir svokallaðri skrifborðsæfingu og ráðstefnu um leitar- og björgun- araðgerðir á norðurslóðum. Full- trúar leitar- og björgunaraðila og útgerða skemmtiferðaskipa voru frá flestum Norðurlandanna, Bandaríkjunum og Kanada. Tilgangur æfingarinnar var að skiptast á upplýsingum og reynslu, en sjóslys á norðurslóðum reynir mjög á getu björgunaraðila og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir líf- ríki og umhverfi á hafsvæðinu og er erfitt viðureignar vegna fjarlægðar og langs viðbragðstíma. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðu- neytisstjóri innanríkisráðuneytis, flutti ávarp í fjarveru Ólafar Nor- dal, innanríkisáðherra. Hún sagði mikilvægt að þessir aðilar þekktu sem gerst starfsemi og aðstæður í norðurhöfum og Landhelgis- gæsluna og sagði jafnframt systur- stofnanir hennar í nágrannaríkjum gegna þýðingarmiklu hlutverki. Sagði hún íslensk stjórnvöld hafa tekið þátt í viðræðum um að koma á björgunarmiðstöð á norðurslóð- um sem hefði einkum það hlutverk að bregðast við vá á þeim slóðum. Því væri lykilatriði að setja upp viðbragðs áætlun og koma saman til að æfa slíka áætlun. Auðunn Kristinsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, og Frigg Jörgensen, framkvæmdastjóri Sam- taka skemmtiferðaskipa á norður- slóðum, fluttu einnig ávarp við upphaf æfingarinnar. Fram kom að æfing og samhæfing sem þessi hefur ekki verið haldin áður og í sumar er ráðgert að Landhelgis- gæslan æfi aðgerðir með áhöfnum nokkurra útgerð sem senda munu skip sín á norðurslóðir. Æfð voru viðbrögð við atburði þegar upp kemur eldur í vélar- rúmi skips með tæplega 400 manns innanborðs þegar það er statt við Jan Mayen á leið frá Íslandi til Sval- barða. – shá Æfðu viðbrögð við stórslysi Ár frá ári fjölgar skipakomum til landsins og yfir 100 skip komu til hafnar í Reykja- vík í fyrra. FRéttablaðið/Vilhelm Tilgangur æfingarinnar var að skiptast á upplýsing- um og reynslu en sjóslys á norðurslóðum reynir mjög á getu björgunaraðila og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir lífríki og umhverfi á hafsvæðinu. Ekvador Harður jarðskjálfti kostaði að minnsta kosti 235 lífið í Ekvador um helgina, að því er vitað var síð- degis. Meira en 1.500 manns urðu fyrir meiðslum og eignatjónið varð mikið. Björgunarmenn í þúsundatali héldu á verstu hamfarasvæðin til að leita þar í rústum að fólki, sem vera kynni á lífi. Þar á meðal eru fjögur þúsund lögreglumenn sem fluttir voru þangað með þyrlum og fólks- flutningabílum. Erfitt var að komast að sumum þeim svæðum sem verst urðu úti vegna aurskriða sem fallið höfðu og hindruðu för björgunarfólksins. Margir helstu þjóðvegir landsins voru lokaðir. Meðal annars hrundi veggur á fangelsi, þannig að fjöldi fanga slapp út og voru margir ófundnir síðdegis í gær. Rafael Correa forseti lýsti yfir neyðarástandi í landinu og flýtti sér heim frá Róm, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir  klukkan níu á laugardags- kvöldi að staðartíma, en þá var klukkan rétt fyrir tólf á miðnætti hér á landi. Upptökin voru á 19 kílómetra dýpi á strjálbýlu svæði við Kyrra- hafsströndina, í 27 km fjarlægð frá bænum Muisne í Esmeraldas-hér- aði. Bæirnir Manta og Pedernales, báðir í næsta nágrenni, urðu verst úti. Skjálftinn mældist 7,8 stig og er sá versti í sögu Ekvadors í nærri 40 ár, eða frá því skjálfti af stærðinni 8,2 stig reið þar yfir. Talið er að meira en fimmtán milljón manns hafi fundið fyrir skjálftanum, eða nánast allir íbúar landsins. Hátt í tvær milljónir manna búa á svæðum þar sem hann fannst mjög vel. Tugir húsa hrundu að mestu til grunna, þar á meðal nokkrar íbúða- blokkir. Nokkuð algengt er að skjálftar af stærðinni sjö stig eða þar yfir verði á þessum slóðum. Frá árinu 1970 hafa sjö slíkir skjálftar orðið á svæði sem er innan við 250 kílómetra frá upp- tökum skjálftans nú um  helgina. Þessir skjálftar urðu allir á fleka- samskeytum við vesturströnd Suð- ur-Ameríku. gudsteinn@frettabladid.is Jarðskjálfti kostaði hundruð manna lífið Skjálftinn í Ekvador mældist 7,8 stig og er sá versti þar í landi síðan árið 1979. Skjálftinn olli miklu eignatjóni og vel á annað þús- und manns urðu fyrir meiðslum. Rafael Correa forseti lýsti yfir neyðarástandi í landinu og flýtti sér heim úr heimsókn sinni til Rómar. miklar skemmdir urðu í skjálftanum í ekvador. Þessi mynd er frá bænum Pedemales þar sem bifreið varð undir þegar bygging hrundi. FRéttablaðið/ePa Fólks enn saknað eftir skjálftann á Kyushu-eyju í Japan Enn er fólks saknað á jarðskjálfta- svæðinu á Kyushu-eyju í Japan, þar sem meira en 30 manns hafa látist og hundruð orðið fyrir meiðslum eftir að stór skjálfti reið þar yfir á föstudag. Björgunarfólk vann í gær í kapphlaupi við tímann, því veður fór kólnandi með roki og rigningu og spáð var aftakaveðri. Skjálftinn á föstudag mældist 7 stig og nokkrir stórir eftirskjálftar hafa orðið, þar á meðal einn í gær sem mældist 5,7 stig. Skjálftinn olli miklu eignatjóni og skriður hafa lokað leiðinni til margra afskekktra fjallaþorpa. 1 8 . a p r í l 2 0 1 6 m á N U d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 B -8 F 3 4 1 9 1 B -8 D F 8 1 9 1 B -8 C B C 1 9 1 B -8 B 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.