Fréttablaðið - 18.04.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.04.2016, Blaðsíða 10
Til leigu eru mjög vönduð rými í glæsilegri skrifstofubyggingu við Dvergshöfða 2 Um er að ræða um 340 m2 á annarri hæð, um 340 m2 á sjöundu hæð og um 480 m2 á áttundu (efstu hæð) hússins. Frábær staðsetning, einstakt útsýni og eigninni fylgja næg bílastæði. Rýmin eru laus til afhendingar. Skrifstofuhúsnæði Dvergshöfði 2 Nánari upplýsingar í síma 666 4000 eða leiga@reginn.is reginn.is simi: 512 8900 reginn@reginn.is Samgöngur Bilun kom upp í Bombardier-flugvél í eigu Flug- félags Íslands á laugardagsmorgun Afleiðingin varð sú að um þriggja tíma töf varð á flugferð félagins til Egilsstaða. „Það var viðvörun í vökvakerfi sem kom upp,“ segir Árni Gunnars- son, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að vélinni hafi verið flogið aftur í gær. Vélin sem um ræðir er TF-FXA, önnur Bombardier-flugvélin af þremur sem flugfélagið mun taka í notkun á árinu. Hún er nýkomin til landsins en nokkrum sinnum hefur verið greint frá bilunum sem upp hafa komið í þeirri fyrstu sem tekin var í notkun, TF-FXI. „Nú er þetta vél númer tvö sem við erum að fá, þannig að það má segja að það séu að koma upp svona byrjunarörðugleikar með hana,“ segir Árni. „Þetta er samt ekkert óeðlilegt, en öryggið er alltaf í fyrirrúmi hjá okkur og menn hafa frekar vaðið fyrir neðan sig ef eitthvað kemur upp á.“ – jhh Bilun í Bombardier vél Pólland Mikil reiði ríkir vegna laga- frumvarps sem nú er til umræðu á pólska þinginu. Frumvarpið kveður á um allsherjarbann við fóstureyð- ingum, án undantekninga. Þúsundir manna hafa mótmælt frumvarpinu, meðal annars á Íslandi. Lögin kveða einnig á um að þær konur sem undir- gangast ólöglegar fóstureyðingar geti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fang- elsi. Samkvæmt núgildandi lögum eru fóstureyðingar í Póllandi háðar mjög ströngum skilyrðum og eru þær bannaðar nema í fáum undantekn- ingartilvikum. Nú eru þær aðeins heimilar ef meðgangan ógnar lífi konunnar, ef um alvarlegan fóstur- skaða er að ræða eða ef konan hefur orðið barnshafandi eftir nauðgun eða sifjaspell. „Þetta er í raun og veru bara eitt skref í viðbót í mjög löngu ferli sem hefur verið að takmarka réttindi kvenna til að ráða yfir sínum eigin líkama,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði. Hún segir frumvarpið vera afturför sem byrjað hafi í lok kalda stríðsins þegar kirkj- an fór að styrkjast og taka yfir mikið af heilbrigðisþjónustu í Póllandi. „Ástandið hefur verið slæmt fram að þessu, það hefur verið mjög erf- itt fyrir konur að fá fóstureyðingu. Læknar hafa ekki verið tilbúnir til að framkvæma fóstureyðingar, oft vegna þess að spítalarnir eru tengdir kirkjunni,“ segir Silja Bára. Frá því núverandi ríkisstjórn lands- ins tók til starfa hefur hún verið mjög umdeild og þjóðernisflokkurinn PiS er að sögn Silju Báru mjög einstreng- ingslegur og afturhaldssamur í sínum stjórnmálum. „Þessi tillaga kemur í raun bara frá kirkjunni. Flokkurinn virðist vera til í að taka þetta upp,“ segir Silja Bára, en Beata Szydlo, for- sætisráðherra Póllands, hefur sagst styðja hugmyndir frumvarpsins. „Eins og svo margt í þessum kyn- og frjósemisréttindum eru þetta reglur sem munu koma mun harka- legar niður á þeim sem hafa minna á milli handanna. Efnaðri konur geta farið til nágrannalanda og keypt þessa þjónustu en þær fátækari munu verða þvingaðar til að eignast börn, hvernig sem þau komu undir, og til að ljúka meðgöngu sem getur sett líf þeirra í hættu,“ segir Silja Bára. thordis@frettabladid.is Líf fósturs er metið rétthærra lífi móður Umdeilt frumvarp í Póllandi kveður á um allsherjarbann við fóstureyðing- um. Frumvarpið mikil afturför í réttindabaráttu kvenna. Stjórnmálfræðingur segir að reglurnar muni koma harkalegar niður á efnaminni konum. Merki baráttunnar er herðatré, en þau hafa verið notuð til að framkvæma fóstureyðingar í löndum þar sem þær eru bannaðar og gripið er til örþrifaráða. Nordicphotos/AFp Þær fátækari munu verða þvingaðar til að eignast börn. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði. 1 8 . a P r í l 2 0 1 6 m Á n u d a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 B -8 A 4 4 1 9 1 B -8 9 0 8 1 9 1 B -8 7 C C 1 9 1 B -8 6 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.