Fréttablaðið - 18.04.2016, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.04.2016, Blaðsíða 42
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Þökkum samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar okkar ástkæru Bjargar Ívarsdóttur sjúkraliða, Stekkjarbergi 6, Hafnarfirði. Sigrún Valgarðsdóttir Maggi G. Ingólfsson Arnaldur Valgarðsson Arndís Jónsdóttir Ívar Valgarðsson Ragnheiður G. Hrafnkelsdóttir Kristján F. Valgarðsson Sigríður E. Snorradóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir og amma. Guðný Indriðadóttir Dalbraut 14, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 9. apríl síðastliðinn. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 19. apríl kl. 15.00. Halldór Jónsson Jóhanna Björk Halldórsdóttir Davíð Bjarki Jóhönnuson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Margeirsdóttir Brávallagötu 26, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut, sunnudaginn 10. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, miðviku daginn 20. apríl kl. 13.00. Ívar Gissurarson Stefanía Hrólfsdóttir Margeir Gissurarson Hulda Biering Snorri Gissurarson Bára Ægisdóttir Laufey Gissurardóttir Kristinn Ólafsson Lilja Gissurardóttir Árni Beinteinn Erlingsson Ingólfur Gissurarson Valdís Arnórsdóttir barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Sigríður Jónsdóttir frá Stykkishólmi, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 6. apríl. Útförin verður frá Seljakirkju þriðjudaginn 19. apríl kl. 13.00. Helga Eygló Guðlaugsdóttir Reynir Garðarsson Jón S. Guðlaugsson Þórkatla Þórisdóttir barnabörn og langömmubörn. 1506 Júlíus páfi annar leggur hornstein að Péturskirkjunni í Róm 1903 Glasgow, eitt elsta og mesta stórhýsi í Reykjavík, verður eldi að bráð 1906 Jarðskjálfti upp á 7.8 á Richter skellur á San Fransiskó, nærri 4000 manns láta lífið í eldsvoðum og 75% borgarinnar eyðileggst. 1927 Hornsteinn er lagður að nýrri kirkju á Landakoti í Reykjavík. 1944 Hermann Jónasson kjörinn formaður Framsóknarflokksins. 1955 Skriður eftir stórrigningar valda tjóni á Siglufirði og skriða fellur úr Meðal- felli í Kjós á bæinn Hjalla og verður barni að bana. 1997 Helga Kress er kjörin for- seti þáverandi heimspekideildar og er fyrst kvenna til að fara með forsæti deildar í Háskóla Íslands. 2013 Tvær plánetur á borð við jörðina eru uppgötvaðar á sporbaug um stjörnuna Kepler-62.  Merkisatburðir „Þegar ég sagði vinnufélögum mínum að ég væri að verða þrítug þá var mikið hlegið að mér því þau héldu að ég væri að verða fertug. Ég veit ekki alveg hvern- ig ég á að taka því,“ segir Edda Her- mannsdóttir, en hún fagnar þrítugsaf- mælinu sínu í dag. Edda segist alveg vera tilbúin í það að verða þrítug, þó henni finnist hún nýorðin sextán. Edda segist vera mikið afmælis- barn, en hún ætlar að byrja daginn á því að púla með leikfimihópnum sem hún kennir og borða kökur með þeim. „Dagurinn fer svo í að fagna með fjöl- skyldu og vinnufélögum. Ég er líka að undirbúa stórafmælisveislu í vor með bestu vinkonum mínum, þar sem við fögnum saman 30 ára afmælinu okkar í Gróttu. Dóttir mín er svo búin að undir- búa afmælisgjöf sem hún smíðaði og sú gjöf hefur verið rædd næstum daglega í mánuð svo ég held það sé almennt mjög mikill spenningur hjá okkur öllum,“ segir Edda. Edda starfar nú sem samskiptastjóri hjá Íslandsbanka, þar sem hún sér um samskiptamál og stefnu bankans í sam- félagslegri ábyrgð. Fleiri þekkja Eddu þó frá sjónvarpsskjánum, en hún var spyrill Gettu Betur frá 2011-2013. Edda segist vona að næstu 30 ár verði eins frábær og árin hingað til. „Ég hugsa ég fari mér þó hægar næstu 30 árin en við sjáum hvernig það mun ganga. Mig langar að mennta mig meira og mig langar að ferðast meira um heiminn með börnunum mínum. Ég er alin upp við að líta björtum augum á hlutina og hlakka alltaf til að takast á við allskonar verk- efni, stór sem smá.“ Edda segir síðustu ár hafa einkennst af yndislegum stundum með börnunum og skemmtilegum ferðalögum. „Ég held að ferðalög séu eitt af því skemmtilegra sem ég geri og ég er svona smám saman að smita börnin af þeirri bakteríu. Mér finnst maður líka verða þakklátari með árunum og njóta stundarinnar betur. Mér finnst ég ofboðslega rík með börnin mín, Sigurð og Emilíu og hlakka til að fagna þessum degi með þeim.“ Spurð út í það hvað hún gerir fyrir utan vinnuna segist Edda byrjar helgarn- ar sínar nánast undantekningarlaust á því að fara í sund, „sértaklega eftir að for- eldrar mínir fluttu í bæinn, þá er hálfgert ættarmót í sundi. Ég kenni alltaf líkams- rækt á morgnana og hef mikla unun af því að hlaupa. Markmið mitt var að fara í maraþon árið sem ég yrði þrítug – það hefur þó ekki enn gerst en árið er ekki búið ennþá, svo það er enn von.“ Ætlar að fagna deginum með fjölskyldunni Edda Hermannsdóttir fagnar þrítugsafmælinu sínu í dag. Hún ætlar að halda upp á daginn með fjölskyldunni sinni og vonast til þess að næstu 30 ár verði eins frábær og síðustu 30. Edda Hermannsdóttir fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. Fréttablaðið/anton Ég hugsa ég fari mér þó hægar næstu 30 árin en við sjáum hvernig það mun ganga. Mig langar að mennta mig meira og mig langar að ferðast meira um heiminn með börnunum mínum. Ég er alin upp við að líta björtum augum á hlutina og hlakka alltaf til að takast á við allskonar verkefni, stór sem smá. Þennan dag árið 1906 reið sterkur jarðskjálfti yfir San Fransiskó í Bandaríkjunum. Skjálftinn, sem mældist um 8 stig á Richterskalanum, varð snemma morguns en hundruð manna dóu þegar fjöldi bygginga hrundi til grunna. Skjálftinn fannst allt frá suðurhluta Oregonríkis til Los Angeles. Miklir eldar brutust út í kjölfar skjálftans en ekki reyndist unnt að slökkva þá þar sem vatnsæðar borgarinnar höfðu orðið fyrir skaða. Til að hefta eldana sprengdu slökkviliðsmenn upp heilu húsaraðirnar í borginni. Herlið var kallað út til að aðstoða við hjálparstörf en fékk einn- ig þau fyrirmæli að skjóta alla þá sem reyndu að fara rænandi og ruplandi um skemmd og yfirgefin húsin. Hinn 20. apríl voru 20 þúsund flóttamenn, sem voru innilokaðir vegna eldanna, fluttir yfir á skipið USS Chicago. Hinn 23. apríl var búið að slökkva flesta eldana. Talið er að um 3.000 manns hafi dáið í hamförunum og að um 30 þúsund bygg- ingar hafi eyðilagst. Þ Etta G E r ð i St : 1 8 a p r Í l 1 9 0 6  Jarðskjálfti skekur San Fransiskó 1 8 . a p r í l 2 0 1 6 M Á N U D a G U r18 t í M a M ó t ∙ F r É t t a B l a ð i ð tíMaMót 1 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 1 B -5 8 E 4 1 9 1 B -5 7 A 8 1 9 1 B -5 6 6 C 1 9 1 B -5 5 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.