Fréttablaðið - 18.04.2016, Síða 46

Fréttablaðið - 18.04.2016, Síða 46
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Erró Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. mánudaginn 18. apríl uppboðið hefst kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning í Gallerí Fold mánudag kl. 10–17  „Fólk er ekki alltaf að hugsa um það í nútímanum að Íslendingar hafi verið farnir að sýna leiknar bíómyndir í kvikmyndahúsum um miðja síðustu öld, sem voru svo vinsælar að það voru biðraðir frá miðasöluopinu og hálfa leið í kringum húsið,“ segir Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Kvik- myndasafns Íslands. Tilefni ummælanna er að safninu áskotn- uðust nýlega allar kvikmyndir Óskars Gíslasonar, brautryðjanda í kvikmyndun á Íslandi. Fjölskylda Óskars afhenti þær formlega en þær höfðu verið varðveittar í safn- inu um árabil. Auk þess eignaðist safnið gögn og margvíslega gripi sem Óskar lét eftir sig. „Það er merkilegt fyrir kvik- myndasafnið að fá fullan yfirráða- rétt yfir þessu mikla framlagi Ósk- ars til íslenskrar kvikmyndagerðar sem eru bæði leiknar myndir sem voru sýndar í samkeppni við leikn- ar myndir Lofts Guðmundssonar, og síðan þetta gríðarlega magn merkilegra heimildamynda sem Óskar hefur gert. Þetta er höfð- inglegur gjörningur því þjóðinni er í raun gefinn þessi arfur,“ segir Erlendur. Fyrsta mynd Óskars lifir enn með þjóðinni, Síðasti bærinn í dalnum. „Í Síðasta bænum í dalnum náði Óskar að fanga eitt- hvað sem undirmeðvitund þjóðar- innar vill vita um og varðar rætur okkar - þessa ömmuveröld. Enda sagði Óskar sjálfur að hann hefði endursýnt þá mynd á tíu ára fresti, gjarnan í Tjarnarbíói og hún hefði alltaf virkað sem ný. Auðvitað ber sú mynd merki fjárskorts og frumstæðra tækja, það var enginn alvöru kvikmyndaiðnaður orðinn til í landinu. Engu að síður er hún mikils virði.“ Í heimildarmyndapakkanum sem Óskar lét eftir sig segir Erlend- ur eina mynd skera sig úr og seint verða toppaða. Það er Björgunaraf- rekið við Látrabjarg. Framleiðslu- saga þeirrar myndar var einstæð því þegar tökur stóðu yfir, ári eftir björgunarafrekið, strandaði annað skip á sama stað svo menn þurftu að fara í raunverulega björgun. Erlendur nefnir líka heilmikinn myndabálk um Reykjavík sem var tekinn rétt fyrir miðja síðustu öld, Reykjavík vorra daga. „Það er freistandi fyrir alla sem fást við þetta tímabil bæði í sjónvarpsefni og kvikmyndum að leita í þann sjóð,“ segir Erlendur. Erlendur segir brýnt að koma upp sýningaraðstöðu í kvikmynda- safninu, sem er á Hvaleyrarbraut 13 í Hafnarfirði. Einnig þarfnist safnið nauðsynlega nýs skanna til að geta komið kvikmyndaarfinum í form sem nútíminn geti nýtt sér. gun@frettabladid.is Þetta er höfðinglegur gjörningur Á 115 afmælisdegi Óskars Gíslasonar kvikmyndagerðarmanns afhenti fjölskylda hans Kvikmyndasafni Íslands, og þar með íslensku þjóðinni, allar kvikmyndir hans til eignar. Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðlu- leikari og bæjarlistamaður Akur- eyrar,  býður heimamönnum og gestum á tónleika í Akureyrarkirkju á miðvikudaginn, 20. apríl, klukkan 20. Þeir eru einskonar uppskeruhá- tíð og yfirskriftin er: takk fyrir mig! Hún segir starfslaunin hafa verið ómetanleg og gert henni mögulegt að efla sig sem listamann. Fjöldi listamanna kemur fram með Láru á tónleikunum. – gun Takk fyrir mig Erlendur í pontu eftir móttöku myndanna hans Óskars. Á bak við hann sést ljósmynd sem sýnir biðröðina eftir miðum á Síðasta bæinn í dalnum. Fréttablaðið/anton brink lára býður á tónleikana í þakklætisskyni. Mynd/úr EinkaSaFni Í SÍðaSta bænum Í dalnum nÁði ÓSKar að fanGa eitthvað Sem undirmeðvitund þjÓðar- innar vill vita um oG varðar rætur oKKar – þeSSa ömmuveröld. 1 8 . a p r í l 2 0 1 6 M Á N U D a G U r22 M e N N i N G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 1 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 1 B -7 B 7 4 1 9 1 B -7 A 3 8 1 9 1 B -7 8 F C 1 9 1 B -7 7 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.