Skírnir - 01.01.1942, Page 152
150
Einav Ól. Sveinsson
Skírnir
Sú tegund þýðinga, sem kemur fram í Heilags anda
vísum, á heldur í vök að verjast á síðari tímum. Og þó
getur hún átt mikinn rétt á sér. Leikritið Hippolytos eftir
Evrípídes er ágætt verk. En engu lakari (og að skoðun
þess, sem þetta ritar, fremri) er „stæling“ franska skálds-
ins Racines, sorgarleikurinn Phédre. Og hún hefur eitt
fram yfir. Með því að vera eins og hún er, mótuð af sínum
tíma og innblásin af hinu mikla franska skáldi, hefur
hún orðið höfuðverk í frönskum bókmenntum, eða þó
öllu heldur í heimsbókmenntunum, og þar með lifandi
þáttur í andlegu lífi síðari alda — en það gat Hippolytos
aldrei orðið. Breytingar Racines hafa borgað sig! Nær-
tækara dæmi eru sumar þýðingar Jónasar Hallgrímsson-
ar á ljóðum eftir Heine, sem á líkan hátt og af líkum
ástæðum hafa orðið að barnagælum og hugfró og eftir-
lætisljóðum íslendinga.
Sú var trú forðum, að lofsöngurinn Veni creator spiritus
væri fylltur nokkurri kynngi, og færi ekki hjá því, að
þeim manni hlotnuðust gjafir heilags anda, sem færi með
hann, og fylgdi hugur máli. Goethe kvað eitt sinn svo að
orði, að lofsöngurinn væri „recht eigentlich ein Appell ans
Genie“ (í sannleika ákall til sköpunargáfunnar), enda
hafi mörg andans stórmenni haft sérstakar mætur á hon-
um. Þó að innblástur frumkvæðisins njóti sín ekki til
fulls í fornkvæðinu íslenzka, er þar þó hiti og kraftur í
hverju orði.