Skírnir - 01.01.1957, Page 48
46
Hróðmar Sigurðsson
Skírnir
Vesturlandi var risin upp ný prentsmiðja, í Hrappsey, og var
hún þegar orðinn hættulegur keppinautur hinnar gömlu
Hólaprentsmiðju. Og sama árið og síðasta stafrófskverið er
prentað á Hólum, 1782, sendir Hrappseyjarprentsmiðja frá
sér stafrófskver, sem markar alger tímamót í sögu þess hátt-
ar bóka hér á landi. Kver þetta nefnist
LítiS ungt stöfunar barn,
þó ei illa stafandi, frá
HjarSarholti
í BreiSafjarðar dölum
ÖÖrum sínum jafningjum sitt
stautunar kver sýnandi, sem eftir fylgir.
Höfundur þessa kvers var sr. Gunnar Pálsson, prófastur i
Hjarðarholti, einn af mestu gáfu- og lærdómsmönnum um
sína daga og eitt af heztu skáldum 18. aldar. Mun sr. Gunnar
hafa verið gagnkunnugur skóla- og fræðslumálum sinnar tíð-
ar, hafði t. d. verið skólameistari á Hólum frá 1742—1753 og
þótti röggsamur í því starfi. Hann mun hafa látið fræðslu-
mál mjög til sín taka, enda segir hann m. a. í formála, að
hann byggi kverið á eigin reynslu.
Kverið hefst á Dedicatio, þar sem höfundur tileinkar sér-
staklega þremur mönnum þessa tilraun sína til útgáfu staf-
rófskvers: „Hans háeðla háæruverðugheitum herra biskupi
Hannesi Finnssyni, sem höfuðtilsjónarmanni alls lærdóms
hærra og lægra í Skálholtsstipti. — Hans velburðugheitum
hr. landfógeta Skúla Magnússyni, sem ypparlegum lærdóms
elskanda og styrkjanda í orði og verki. — Hans eðla göfug-
heitum herra sýslumanni Magnúsi Ketilssyni, ei einasta sem
frá ungdómi einhverjum námgjarnasta manni, heldur og i
tilliti áunninnar frægðar (eins dæmi það nú um stundir
meðal hans embættisbræðra) með kennslu sinna tveggja yngri
bræðra.“
Þessi tileinkun sýnir glögglega, að kverið flytur boðskap
hins nýja tíma. Hér eru tilnefndir þeir menn, sem fyrstir
lyftu merki fræðslustefnunnar hér á landi. Hannes biskup
Finnsson var, sem kunnugt er, mikill lærdóms- og vísinda-