Skírnir - 01.01.1957, Síða 141
HERMANN PÁLSSON:
JÁTMUNDAR SAGA HINS HELGA.
I
Eitt af því, sem torveldar mjög rannsóknir á fomíslenzkum
sagnaritum, er skortur á heimildum um kynni höfunda af
erlendum ritum. Því bregður sjaldan við, að þeir vísi til er-
lendra bóka eða gefi á annan hátt til kynna, að þeir hafi sótt
fyrirmyndir eða hugmyndir út fyrir landsteinana. Þó verður
naumast um það efazt, að íslenzkir höfundar frá Ara fróða
og fram á 14. öld hafi orðið fyrir mai'gvíslegum áhrifum af
erlendum menntum. 1 íslenzkum sagnaritum koma fyrir
mörg atriði, sem víkja að sögu erlendra þjóða og verða ekki
rakin til innlendra arfsagna, heldur benda þau miklu frem-
ur til erlendra rita. Því má ekki heldur gleyma, að Ari fróði
var ekki einungis faðir íslenzkra bókmennta, hann var einnig
lærisveinn erlendra sagnameistara. Um eitt atriði í ritstörf-
um Ara verður ekki efazt, að erlendar hugmyndir hafi ráðið
stefnunni. Fyrir daga hans hafa Islendingar lítil kynni haft
af tímatalsreikningi, en Ari beitir alþjóðlegu tímatali í bók
sinni og leggur með því undirstöðu að vísindalegri sagnfræði
íslendinga.
Ari fróði veitir okkur litla hugmynd um kynni hans af er-
lendum bókum. Eina ritaða heimildin, sem hann vísar til í
íslendingabók, er nú glötuð, og um hana verður fátt vitað
með fullri vissu. Rit þetta var saga Játmundar hins helga
Englakonungs, og hljóðar tilvitnunin til hennar á þessa leið:
„fsland byggðisk fyrst ór Nórvegi á dögum Haralds ens
hárfagra, Hálfdanar sonar ens svarta í þann tíð, — at ætl-
an ok tölu þeira Teits fóstra míns, þess manns, es ek kunna
spakastan, sonar ísleifs biskups, ok Þorkels föðurbróður
míns, es langt munði fram, ok Þuríðar Snorradóttur goða,