Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 149
Skírnir
Játmundar saga hins helga
147
en ritaðrar heimildar. Tilvitnun þessa ber ef til vill að skilja
þannig, að í heimild Snorra hefur verið vísað til enskra heim-
ildarmanna.
V
Játmundar saga er nú með öllu glötuð, og fátt verður um
hana vitað nema það, sem ráðið verður af Islendingabók og
öðrum ritum, sem minnast á Játmund, ef sú ályktun er rétt,
að þau hafi vitneskju sína úr sama riti og Ari fróði. Hér á
eftir verður þó reynt að geta í eyðurnar, en niðurstöðurnar
hljóta að verða vafa bundnar af augljósum ástæðum.
Á fyrsta fjórðungi 12. aldar var samið rit um Játmund helga
á íslenzku. Það hefur verið til, þegar Ari fróði samdi Islend-
ingabók, en hlýtur hins vegar að hafa verið yngra en rit Her-
mannusar. Rit þetta virðist hafa verið með öðru sniði en Passio
og jarteiknaritið, þótt bæði þessi rit hafi verið notuð á ein-
hvern hátt. Auk þess má gera ráð fyrir, að ritið hafi stuðzt
við enska söngva um Játmund og ef til vill fleiri heimildir.
Játmundar saga lrefur rakið þætti úr ævi hans, en snið henn-
ar hefur mjög farið eftir sögum helgra manna, enda hefur
að sjálfsögðu verið lögð áherzla á píningu hans og helgi.
í fjórum íslenzkum ritum gætir áhrifa, sem virðast stafa
frá Játmundar sögu. Hið fyrsta þeirra, Islendingabók, getur
sögunnar, en í hinum er hún ekki nefnd á nafn. I tveim heim-
ildum, Heimskringlu og Allra heilagra drápu, er vísað til
enskra heimilda, en þær tilvísanir geta verið teknar úr Ját-
mundar sögu. I fjórða ritinu, sem minnist á Játmund, Ragn-
ars sona þætti, er auðsætt, að farið er eftir heimild af enskum
uppruna, og ber því saman við drápuna að því leyti, að
myndin á nafninu Ingvar er svipuð í báðum.
Játmundar sögu gætir hvergi annars staðar í íslenzkum
bókmenntum, eftir því sem bezt verður séð. Og þess gætir
hvergi í skrám um bókaeignir klaustra og kirkna, að hún hafi
varðveitzt fram eftir öldum.
Þýðingar kristinna bókmennta á islenzku munu hafa verið
gerðar þegar á 11. öld, þótt engar þeirra hafi varðveitzt með
öruggri vissu. Elztu þýðingarnar hafa orðið að víkja fyrir