Skírnir - 01.01.1957, Page 171
Skírnir
Þorleifur lögmaður Kortsson
169
Hannes hafi þá haft meðferðis allmargt íslenzkra handrita.
Guðmundi var ekki haldið til mennta, en hann var af sum-
um nefndur hinn ríki, þar eð hann erfði mestallan auð for-
eldra sinna. Bjó hann lengi á Narfeyri, en síðast í Brokey.
Börn sín missti hann öll í bólunni 1707, en elzta dóttir hans
var heitbundin Oddi lögmanni Sigurðssyni. Hugðist Guð-
mundur þá gera Odd að erfingja sínum og fá hann til að
ganga sér í sonar stað, en Oddi fórst heldur illa við hann,
þegar fram í sótti, og gerðu þau Guðmundur og kona hans
að lokum Fuhrmann amtmann að erfingja sínum24). Er það
eingöngu í sambandi við þessi mál, sem Guðmundur kemur
við sögu þjóðarinnar, þar eð hann sóttist aldrei eftir manna-
forráðum. Eina dóttur áttu þau Þorleifur og Ingibjörg, sem
Þórunn hét. Þótti hún mikill kvenkostur og leitaði Lárus
Gottrúp ráðahags við hana, en sveinn hans, Lárus Hansson
Scheving, sem var dansk-norskur að ætt, varð hlutskapari, og
fannst mörgum Þórunn þar taka niður fyrir sig. Lárus Schev-
ing mun þó hafa verið hinn mannvænlegasti, og var hann
fyrst ráðsmaður á Bessastöðum, en síðan sýslumaður í Eyja-
fjarðarsýslu og klausturhaldari á Möðruvöllum. Er hin al-
kunna Schevingsætt komin af þeim Lárusi og Þórunni, en
Þórunn dó árið 1696, aðeins rúmlega fertug að aldri.
Þorleifur Kortsson flutti aftur að Bæ í Hrútafirði árið 1685
og bjó þar síðan til dauðadags 1698. Var hann mjög lasburða
hin síðustu ár ævi sinnar, enda mun hann löngum hafa ver-
ið heilsuveill. Ingibjörg kona hans andaðist í hárri elli árið
1703.
I ritum séra Jóns Halldórssonar og ýmissa annarra sagna-
manna, sem raunar virðast mjög byggja á honum, kemur
fram sú skoðun, að mikið hafi dregið úr ofsóknum gegn
galdramönnum hér á landi, eftir að Þorleifur lét af lögmanns-
embætti. Þó að þetta sé að vissu leyti rétt, liggja til þess
aðrar orsakir en þær, að Þorleifur hætti lögmannsstörfum.
Sannleikurinn er sá, að næstu árin eftir að Þorleifur sagði af
sér lögmennsku, varð ekkert lát á galdraöldinni, en vegna
minnkandi galdratrúar meðal menntamanna erlendis og
danskra ráðamanna, var árið 1686 bannað með konungsbréfi