Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 192
190
Benedikt Tómasson
Skírnir
lítil og köld. Ofan á þetta bætist, að menn varast ekki
berklaheimilin sem skyldi.“
1916. „Mörg farskólaherb. geta ekki heitið viðunandi. Flest
eru ofnlaus og gluggar ekki opnaðir vegna kuldans .
1918. „1 sveitum er húsnæðið víðast óviðunandi, kennsluher-
bergi lítil, dimm og köld, því hvergi eru ofnar. Það rek-
ur að því, að það verður að skylda sveitarstjómir til að
hafa ofna í stofunum.“
1920. „Húsakynnum skóla er talsvert ábótavant, en ekki völ
á öðm betra.“
„Á farskólum era húsakynni ekki ætíð sem skyldi. Er
þá ekki nema um tvennt að velja, að líða það eða banna,
og láta börnin fara á mis við alla fræðslu. Veit ég ekki,
hvort af tvennu er betra.“
1921. „Hér er mesta ólag á barnafræðslu, farandkennari 1—2
mánuði í stað og húsakynni slæm.“
1923. „Húsakynni víða þröng og köld, en ekki um annað
að gera.“
1924. „Annars kennt víðs vegar á bæjum og húsakynni mis-
jöfn.“
„Á einum stað voru húsakynnin óþolandi, og varð skoð-
unin til þess, að þau vora bætt.“
Þessari upptalningu mætti halda áfram mun lengur, en
þessi sýnishom ættu að nægja. Mætti jafnvel ætla, að óþarft
væri að leiða hér fram nokkur vitni, en því er það gert, að
ófáir sjá gömlu farskólana enn þá í undarlega rómantísku
ljósi og telja þá hafa verið hinar prýðilegustu fræðslustofn-
anir.
Síðan framantaldir vitnisburðir era skráðir, hafa húsakynni
þjóðarinnar tekið miklum stakkaskiptum. Á seinni árum hafa
verið reistir fjölmargir skólar, bæði handa börnum og ung-
lingum. Eru þeir yfirleitt hin ágætustu hús og sumir reynd-
ar svo iburðarmiklir, að furðu sætir, og slíkir sjást varla í
grannlöndum okkar. Þó fer því fjarri, að húsnæðisþörf skóla
sé fullnægt, enda ekki við því að búast. Sum gömlu húsin,
sem góð þóttu á sinni tíð, fullnægja ekki lengur þeim kröfum,
sem nú era gerðar til húsakynna. Notazt er við hús, sem ekki