Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 219
Skírnir
Tvær doktorsritgerðir
217
nefna nokkur skæri eða klippur, brýni og hnífa, nokkra öngla
og sökkur, nokkra kistulykla og auk þess af smíðatólum, meit-
il eða al og eina klömbur.
Að lokum skal hér rætt nokkuð um hneftafl frá víkinga-
öld, en töflur úr hneftafli hafa fundizt í þremur íslenzkum
kumlum. I Noregi hafa slíkar töflur einkum fundizt í hinum
höfðinglegri gröfum, og þá fyrst og fremst karla. Islenzku
kumlin þrjú, sem töflurnar fundust í, voru öll á Norðurlandi
og trúlega öll kuml karla. Eitt kumlið var í Ytra-Garðshorni
í Eyjafjarðarsýslu, annað á Dalvík og þriðja í Baldursheimi
í Suður-Þingeyjarsýslu. 1 siðastnefnda kumlinu voru töflurn-
ar 24 talsins, og er það full tala. Allar eru þær úr einhvers
konar tönn, líklega hvaltönn eða rostungstönn. 1 kumlinu var
einnig teningur (húnn), og er hann gerður úr stórgripslegg.
Annars er venja, að teningar séu þrír, þegar um fullkominn
fund er að ræða. Auk taflna og tenings var í kumlinu lítil
mannsmynd úr hvalbeini. Eflaust er sú skoðun Kristjáns rétt,
að mynd þessi hafi fylgt töflunum og sé hnefinn í taflinu,
nokkurs konar kóngur meðal taflnanna.
Næsti kafli í bókinni fjallar um íslenzka silfurfundi, bæði
silfurpeninga og bútasilfur. Mest af þessum peningum er frá
því eftir víkingaöld, og verður ekki rætt frekar um fundi
þessa hér.
Nii liefur verið svipazt um í ríki íslenzkra fornleifa vík-
ingaaldar eins og því er lýst á ágætan hátt í hinu mikla rit-
verlci Kristjáns Eldjárns. En eftir að þessum meginhluta bók-
ar hans lýkur, gerir hann grein fyrir norrænni stílþróun,
fyrst stíl I—III frá því fyrir víkingaöld, síðan einstökum þró-
unarstigum stíltegunda víkingaaldar, einkum Ásubergsstíl, en
einnig Borróstíl og Jalangursstíl. Þá ræðir og Kristján nokk-
uð um stílgerðir ll.aldar, Hringaríkisstíl og Úrnesstil, og
gripi þá íslenzka, sem varðveitzt hafa með skreytistíl þeirra.
Síðasta kafla bókar sinnar hefur Kristján gefið heitið Yfir-
lit og lokaorS, en i þeim kafla gerir hann útdrátt og yfirlit
um niðurstöður sínar. Að minni hyggju er þessi kafli skýr og
ágætlega skrifaður. Má öllum ljóst vera við lestur hans hið
mikla gildi bókarinnar, ekki einungis fornleifafræðingum,