Skírnir - 01.01.1957, Qupperneq 225
Skírnir
Tvær doktorsritgerðir
223
samböndum er miklu sjaldgæfari en annar einhljóSafram-
burður í samsvarandi stöðum (sbr. Breytingar, bls. 29).
Bls. 77. Mér virðist nokkuð óljóst, þegar höfundur segir
(bls. 77), að tvíhljóðið [ai] sé almennt mjög stutt á undan
löngu samhljóði. Frá mínum bæjardyrum séð er málið þann-
ig vaxið, að œ, þ. e. [ai], hefir á undan löngu samhljóði og
samhljóðasamböndum tilhneigingu til þess að breytast í ein-
liljóð, ekki sízt meðal fólks, sem lítillar skólamenntunar hefir
notið og er því ekki eins háð ritmálinu. Þannig er mjög al-
gengt að heyra framburðinn læknir [lahknir], hræddur
[rad:Yr], sœll [sadl] o. s. frv. En þótt fram sé borið tvíhljóð
í þessari stöðu, er það ávallt stutt. Ég býst við, að það, sem
fyrir höfundi vakir, sé eitthvað svipað því, sem ég hefi nú
sagt. En æskilegt hefði verið, að ljósara hefði verið að orði
kveðið, því að vitanlega eiga margir eftir að lesa þessa bók,
sem ekki þekkja fyrir fram þau fyrirbrigði, sem um er rætt.
Bls. 97. Hér ræðir höfundur það fyrirbrigði, að í Guðbrands-
biblíu og nútímamáli er stundmn r milli stutts áherzlusér-
hljóðs og sérhljóðs, þar sem venjulega er rr í fornmáli. Oft er
úr vöndu að ráða, hvort í slíkum tilvikum er um að ræða upp-
runalegar tvímyndir eða síðari styttingu. Þetta atriði er höf-
undi ljóst, enda skal það ekki rætt í heild.
Á hitt skal aðeins drepið, að höfundur minnist á, að í nú-
tímamáli komi fyrir þerir jafnframt þerrir, en segir ekki ann-
að en þetta sé „möglicherweise eine sporadische Kiirzung“.
Á útbreiðslu þessa fyrirbrigðis minnist hann ekki. Samkvæmt
Blöndalsbók er orðmyndin þerir bæði kunn úr Austur-Skafta-
fellssýslu og af Vestfjörðum. Við má bæta, að Blöndal til-
greinir framburðinn þori, þ. e. [þo:ri], úr Skaftafellssýslu,
að því er virðist í öllum merkingum orðsins, og Sverir, þ. e.
[sve:rir], úr Austur-Skaftafellssýslu. Sjálfur minnist ég þess,
að innan við fermingaraldur þekkti ég mann úr Austur-Skafta-
fellssýslu, sem átti son, er hét Snorri. Þessi maður sagði ávallt
[sno:ri]. Um framburðinn [þe:rir], [sve:rir], [sno:ri] og
[þo:ri] (einnig mánaðarheitið þorri) hefi ég auk þess heim-
ildir úr Vestur-Skaftafellssýslu (Jón Aðalsteinn Jónsson cand.
mag.). Samkvæmt þessu er að minnsta kosti öruggt, að þetta