Skírnir - 01.01.1957, Síða 239
Skírnir
Ritfregnir
237
Skal eg nú drepa nokkuð á einstakar orðskýringar og þá annmarka, er
mér þykja helzt á bókinni. Að því er varðar efnisskipunina, þykir mér
það helzt nokkur ókostur, að höfundur sleppir alveg að geta um forskeyti
eins og t. d. á-, af-, and-, at- o. s. frv., enda þótt hann tilfæri þessar orð-
myndir sem forsetningar. Og í formála segist hann yfirleitt ekki taka með
orð, sem mynduð séu með forskeytum, þegar um auðskilda orðmyndun sé
að ræða. Afleiðingin verður sú, að ekki er getið um orð eins og ábyrgja,
ákönnulaus, ágætur, áwaröur, afgelja, afkárr, afhrapi, afleitr, afreka, af-
styrmi, afskrámligr, aftigr, andföng, andfælur, andmarki, andstygÖ, and-
váka, andvirki, amboS, annkostr, athöfn, atriS, atsugr o. s. frv. Ætla ég,
að uppruni og myndun sumra þessara orða sé lesendunum öllu torskildari
en t. d. orðmyndir eins og beygla, v. eða buga, v. Höfundur getur að visu
vikið að þeim sumum undir stofnorði siðari liðsins, en það er engin rök-
semd fyrir því að geta ekki um forskeytin og hlutverk þeirra varðandi orð-
myndun og merkingu á tilskildum stað. Aftur á móti nefnir höfundur
þau forskeyti, sem ekki eru til sem sjálfstæð orð, eins og t. d. au- og aur-
og rekur þær kenningar, er fram hafa komið um uppruna þeirra. Satt að
segja hef ég alltaf verið vantrúaður á þær skýringar, jafnt Noreens sem
Falks. Ég tel, að aldrei hafi verið til neitt aur-forskeyti, og þau orð, sem
tilfærð eru því til stuðnings, séu ýmist samsett með no. aur eða forskeyt-
inu ör-. Þá þykir mér langlíklegast, að au- sé aðeins hljóðfræðilegt afbrigði
af forskeytinu af-, en hvorki orðið til úr *abu eða skylt fi. ava, og má m. a.
benda á, að þau fáu orð, sem mynduð eru með þessu forskeyti (auvirSa,
auvisli, aufúsa, aukvisi), hafa öll / eða v fremst eða næst fremst í öðru
atkvæði.
Ég skal nú drepa á fáeinar orðskýringar, sem mér þykja orka tvímælis.
Höfundur ætlar að brumr, m. ‘tími’ eigi skylt við brum á trjám og má
það vera. Mér sýnist þó líklegra, að hér sé um að ræða tökuorð úr lat.
bruma; ólíkar myndir orðsins, brumr (m), brum (n) og brun (n), sem og
að það kemur einkum fyrir í klerklegum bókmenntum, bendir líka til
þess. Sbr. einnig bruma „skammdegi" í kv. Bj. Giss. Þá ætla ég, að físl.
brýni, n. ‘krydd’ sé tökuorð úr fe. bryne (brine) ‘pækill’. Sömuleiðis finnst
mér sennilegra, að orðin Aggi, agg og agga eigi skylt við ísl. egg, f. og
nno. agge ‘broddur’ en að þau séu af sama stofni og agi og ógn.
Sem fyrr segir, leitast höfundur við að tilfæra sem flestar framkomnar
skýringar einstakra orða. En stundum finnst mér hann hika um of við að
gera upp á milli þeirra, eða hallast jafnvel á ranga sveif. Um orðmyndina
ailti, sem fyrir kemur á danskri rúnaristu, getur höfundur þess, að hún
hafi verið sett í sambandi við s. aS elta, en það sé vafasamt, því að s. elta sé
ekki höfð um hluti og merkingin komi ekki vel heim; nefnir síðan aðrar
skýringar, sem honum þykja lítt sennilegar. Mér sýnist hins vegar auð-
sætt, að ailti stain þansi . .. merki elti, þ. e. hnoði eða hnuðli þennan
stein, enda sú merking til í s. elta í öllum norrænum málum og mállýzk-
um og á vel við samhengið. Höfundur nefnir bæði skýringu Falks og