Skírnir - 01.01.1973, Page 7
HALLDÓR LAXNESS
F or neskj utaut
Af þjóðlífslýsíngum Eyrbyggju skín glögt að höfundurinn er
þaulkunnugur vinnubrögðum til sjós og lands; hann lýsir sömu að-
ferðum við heyskap og menn vöndust hér á landi snemma á tuttug-
ustu öld og lítur til lofts og spáir til veðurs einsog gamlir bændur
gera enn. Hann kann góð skil á söguíróðleik og lögum landsins,
kann vel að yrkja dróttkvætt, sem títt var á 13du öld, og bángar
saman vísur uppúr gömlum kvæðabrotum til að prýða texta sinn,
og er heldur stirðkvæður í Máhlíðíngavísum, en sækir sig þegar á
líður og yrkir afbragðsgóðar framsýnisvísur í orðastað ónefndrar
kellíngar undir lokin. Þó hann sé kaþólskur í söguskoðun, einsog
allir menn voru á þeim tíma, væri ránglátt að telja hann heilaþveg-
inn, þeas indoktríneraðan í klerklegum skilníngi, enda er hann ekki
líklegur til að vera klerkur. Þess sjást eingin merki að þessi höf-
undur sé latínulærður, hann fer amk vel með það ef svo er, — en
kunni annars nokkur maður lestur og skrift að gagni á þeirri tíð
nema hann væri latínulærður? Hann er ekki meiri höfðíngi en svo
að hann tekur jafnan málstað stórhöfðíngja með fyrirvara; gagn-
rýni hans er nokkuð köld en hófleg og liggur aldrei í yfirborði text-
ans; hið sama á við um gamansemi hans, ögn gráleita; stundum
finst manni Snorri goði, þessi óðinsfígúra þó Oðinn sé hvergi
nefndur í bókinni, bera í sér einhverja endurspeglun eyrbyggjuhöf-
undar sjálfs. Þessi höfundur er fullkomin andstæða við nútímahöf-
unda að því leyti sem hann segir aldrei frá neinu nema það skifti
máli; hvergi klúsað bull einsog hjá okkur sem nú skrifum; þvælir
aldrei; kemur aldrei uppum sig. Fróðari mann en undirritaðan
þarf til að sjá af hvaða bókum þessi maður hefur lært, nema það
hljóta að hafa verið betri bækur en við lærum núna, ef dæma skal
af árángri hans. Yfirleitt ber þessi stíll vitni um vandaðra uppeldi
og meiri andlegan aga en stíll okkar nú á dögum. Höfundurinn vitn-