Skírnir - 01.01.1973, Page 12
10
HALLDÓR LAXNESS
SKÍRNIR
vissi, án þess séð verði að þeir hafi fundiS neinar viðbótarheim-
ildir. Margir sagnahöfundar 13du aldar skjóta kristnitökumálinu
inn hjá sér uppúr Íslendíngabók til aS auka sögum sínum þúnga,
og lagar hver um sig söguna ögn í hendi sér, hver eftir þörfum sinn-
ar bókar og til þess að verða ekki viðskila í þeim einkennilega
cyclus sem íslendíngasögur samanlagSar eru í raun og veru,
mér liggur við að segja hópverki (team work). Þessu heldur
áfram í fimm eða sex mannsaldra eftir að Ari skrifaði, uns sér-
stök bók er gerð um efnið, Kristnisaga, og verður fundin í safn-
ritinu Hauksbók frá öndverðri fjórtándu öld. Gegnir fræðimenn hafa
haft uppi getgátur um aldur Kristnisögu. Finnur Jónsson telur hana
samda um 1200, Guðbrandur Vigfússon fyr. SigurSur Nordal og
Jón Jóhannesson telja hinsvegar að Sturla Þórðarson, d 1284, hafi
samið verkið, án þess ljóst verði hvaSan Sturlu hafi komið vitn-
eskja í málinu umfram það litla sem Ari vissi sex mannsöldrum
áður. Einu heimildir Kristnisögu til viSbótar við Ara virðast vera
aukar og ýkjur sumpart úr klerkaritum og lofdýrðarsögum um
trúboðskonúnga, sumpart úr Íslendíngasögum, þarámeðal úr Lax-
dælu, en að öðru leyti úr augljósum þjóðsagnafróðleik og munn-
mæla sem myndast hefur eftir daga Ara.
Kristnisaga hefur það meðal annars til síns ágætis að höfundur
hennar virðist trúa öllum þeim undrum sem heiðnir menn trúðu —
og kristindómnum aS auk. Hann telur það meðal fyrstu trúboðs-
verka þeirra Þorvalds KoSránssonar og Friðreks biskups að
spreingja meS saltarasaung stein þann sem herbergði ármann KoS-
ráns bónda á Giljá og frænda hans. í þessari frásögn vekur það ein-
kanlega athygli að hér er ekki verið aS berjast viS ásatrú; Þór bjó
aldrei í steini, hann er ekki einusinni aðili að þessu máli. Hér er
trúað á stein. Steinninn er spreingdur með kristinni fjölkyngi. Höf-
uðatriði í kristniboði á íslandi var að sanna mönnum að kristin-
dómur væri betri fjölkyngi en vættatrú. í þessu tilfelli einsog svo
mörgum í Kristnisögu er barist um hver eigi að administrera goð-
mögn á þessum úthjara heimsins: litlir karlar í stellíngum ættar-
höfðíngja, eSa staðgeingill Krists að Rómi. Holt að muna að um
þessi aldahvörf var hinn krossfesti hoðaður sem gullkórónaður her-
konúngur í rómverskri keisarakápu og stóð á vönduðum skemli á-
föstum krossinum. Bertrand Russell telur í bók sinni History of