Skírnir - 01.01.1973, Qupperneq 14
12
HALLDOR LAXNESS
SKÍRNIR
ur að kalla þetta vættatrú og þýðir nokkurnveginn sama og aním-
ismi; þetta er sú skoðun að hver hlutur hafi sína vætt, anímu eða
anda (þó varla „sál“, sem er guðfræðilegt hugtak og á ekki heima í
þessu sambandi). Þessi trú er áreiðanlega eldri en trúin á Þór, og
hefur staðið mun dýpra hjá þjóðinni.
Vættir búa í náttúrumyndunum svo sem fjöllum hólum og stein-
um, lundum og trjám, fossum og ám, þúfum og völlum; menn blétu
vættir ferfætlínga og fugla; Landnáma segir td að fyrsti maður á
Islandi, Flóki Vilgerðarson, hafi blótið hrafna — ef landnámuhöf-
undar hafa þá ekki tekið arkarhrafninn traustataki úr I. Mós. 8., 7,
en það þóttu góðir rithöfundar í þann tíð sem geingu í Ritnínguna
samkvæmt formúlunni „gáttu í ána góðurinn minn“. Víst er að
hrafninn er enn heilagur á íslandi, amk hafa menn ævinlega heykst
á því að gera þennan illmúraða háðfugl réttdræpan að lögum, auk
þess sem flestar sögur um hann eru fagrar og góðar. Sumar jurtir
hafa enn trúarleg nöfn heiðin, td Friggjargras, Lokasjóður og Bald-
ursbrá; öðrum heiðnum nöfnum jurta hefur sennilega verið snúið á
dýrlínga í kristni, einsog þeirra sem kendar eru við Pétur, Maríu og
Jakob; en í jurtum bjuggu vættir (,,töfranáttúrur“). Tacitus sam-
tímamaður Páls postula segir að germanar hafi trúað á hesta og
vagna og lýsir keyrslunni. Jafnvel þúsund árum þar á undan
trúðu danir á hest sem beitt var fyrir vagn, sólvagninn úr Odds-
herred. Trú á hesta er ekki heldur ókunn af Íslendíngasögum. Eyr-
byggja greinir frá goðkendum nautgripum, „heilögum kúm“, í
Breiðafirði, sama gerir Laxdæla og fleiri sögur. Ennfremur úir og
grúir í fornritum af minnum um vættir í dauðum hlutum, td vopn-
um, flíkum, skipum og smíðisgripum. Sverð og öxar heita venju-
lega sérnafni, og hafa persónuleika og búa í þeim vættir með spá-
sagnarkrafti og skapa mönnum örlög. Atgeir Gunnars á Hlíðarenda
var vanur að sýngja fyrir vígum. Lítilsverðir hlutir hafa einnig sín-
ar vættir, spásagnargáfu og örlagavald. Arfasátan í Njálu verður að
þola barsmíð og óbænir af hendi Sæunnar fóstru, af því þar býr, skilst
manni, sú vættur sem valda skal Njálsbrennu. Blá kápa sem verið
er að þurka útá vegg í Laxdælu varpar fram stöku og segir fyrir ör-
lög eiganda síns Þorgils Höllusonar. I vættatrú eru örlög manna
mikil höfuðgrein, en þau hefur kaþólsk kirkja aldrei mátt heyra