Skírnir - 01.01.1973, Page 15
SKÍRNIR
FORNESKJUTAUT
13
nefnd af guðfræðilegum ástæðum; það mál snertir kennínguna um
frjálsan vilja. Jafnóblíðum augum leit kirkjan á afl seiðsins, sem
vættatrúarmenn urðu jafnvelsjálfir að mætaberskjaldaðir af því þeir
trúðu því að seiöur svaraði tilgángi sinum; guðfræðilega séð hafði
seiður það markmið að ónýta ráösályktanir guðs með fulltíngi djöf-
ulsins. Slík starfsemi jafnbrýndi frá kristilegu sjónarmiði svartri
messu einsog satanistar tíðkuðu og fólst í því að snúa heilagri messu
kaþólsku kirkjunnar uppá djöfulinn. Náskylt seiðnum var níð, þar
heldur áfram sami skilníngur á almætti orðs og helgiathafna. I öll-
um Íslendíngasögum eru ekki dæmi þess að níði skeiki eða formæl-
íngar verði ekki að áhrinsorðum. Einginn er svo hátt í tign eða
góður af sjálfum sér að níð gegn honum sé ekki vopnum sterkara.
Síst furða þó kristin kirkja vildi hafa einkaumboð yfir afli níðsins,
ekki síður en öðrum dularöflum, enda þekti hún afl þetta vel af sjálfs-
reynslu þar sem bannfæríngin var, og gat vitnað í orð Krists máli
sínu til sönnunar. Henni var vel kunnugt að meö bannfæríngu varð
jafnvel valdi konúnga ogkeisara hnekt. I Ynglíngatali, kveðskap sem
gæti að stofni til hafa geymst í marga ættliði kríngum konúnga í
Svíþjóð og Noregi, örlar ekki á ásatrú, heldur er Oðinn þar aðeins
fjölkunnugur seiðkonúngur og menskur ættfaðir sem borist hefur
með hirð sinni úr Tyrklandi yfir Saxland og til Norðurlanda. Þeg-
ar hann er dauður er ása ekki framar getið. En seiöur og fjölkyngi
eru trúarleg höfuðatriði í ættarsögu Ynglínga.
Þó í stuttu spjalli sé, þar sem aðeins er gripið á fáu einu í fornri
trú á íslandi, má ekki gleyma að minnast á hamskifti. Snorri Sturlu-
son gæðir Óðin hamskiftagáfu eftir Ýnglíngasögu. Vera má að hér
komi til fáfræði mín, en ég hef hvergi lesið að Öðinn væri bendl-
aður við hamskifti í þeim löndum þar sem hann var tignaður áður,
hvorki í Þýskalandi né Einglandi, en þángað fluttist hann með eing-
ilsöxum. ÓSinn var að sérfróðra manna sögn (sjá td germanska
trúarsögu Jans de Vries) aldrei tignaður á Norðurlöndum að ráði
og því nær ókunnur í Noregi og á íslandi. íslenskir fræðimenn á
13du öld þektu konúngaættartölur eingla og saxa, en þær voru jafn-
an raktar til ÓSins, og mun þar fundin skýríng á því að Snorri notar
hið enska nafn hans Vóden þegar hann nefnir hann í fyrsta sinn í
Eddu. Horace Round, einn glöggsýnastur ættfræðíngur breta, færir