Skírnir - 01.01.1973, Page 17
SKÍRNIK
FÓftNÉSKjtlTAUÍ
15
fínna nafn. Völsatrú hefur verið mikil frumtrú á Norðurlöndum á
eiröld að því er ráðið verður af fornum helluristum. Margskonar
ólíkar helgiathafnir hafa verið teingdar þessari dýrkun í gegnum
tíðina, og eru enn. Vitað er með nokkuð öruggum sögulegum rökum
að slík dýrkun var enn tíðkuð með svíum á lltu öld. Völsatrúarat-
hafnir eru þektar undir nöfnunum freysblót og álfablót, og mun síð-
ara nafnið hafa verið alment, jafnvel á sagnfræðilegum tíma. í
Austurfararvísum sínum yrkir Sigvatr Þórðarson um komu sína í
eitt hérað í Svíþjóð, þar sem bygðarfólk var svo önnum kafið vegna
álfablóts að það mátti ekki vera að því að vinna gestinum beina.
I kveðlíngum og kvæðabrotum íslenskum hafa menn víða þóst
finna leifar af völsatrú, þó venjulega sé ort undir rós. Það er einnig
athyglisvert að af tveim smáum verndargripum sem benda til völsa-
dýrkunar hefur annar fundist í Svíþjóð og hinn á íslandi. í sænska
líkneskjukorninu, sem fundið var í Rállinge, er frj ósemistilgángur
myndarinnar augljós, og gæti verið líkan af Frey; en íslenska
myndin úr Eyrardal þykir fínni, og er af karli með mjög svo stíl-
færðar hreðjar áfastar karlmenskutákni sínu, skegginu. Þessar tvær
myndir eru einhverjar einustu standmyndir kríngdar („in the
round“) sem kunnar eru af norrænu svæði frá tímunum skömmu
áður en kristni hófst.
Mætti ég að lokum minna á kvæðið Grettisfærslu og reynst hefur
þjóðfræðalegur grundvöllur Grettissögu. Olafur Halldórsson las
þetta kvæði við útfjólublátt ljós fyrir nokkrum árum á fornu skinn-
handriti, þar sem það hafði verið skafið af blaðsíðunum á kaþólsk-
um tíma. Þetta reyndist vera völsakvæði; möo Grettir hefur byrjað
í þjóðtrú sem völsi. Rannsóknin leiddi í ljós líkur fyrir því að hér
á landi hefði þróast ævagömul völsatrú í laumi meðal alþýðu lángt
frammá kristinn tíma, og er kvæðið kent „kátum mönnum“. Því
miður hefur þessi rannsókn á Grettisfærslu aðeins verið birt er-
lendis í riti sem má heita óþekt hér á landi.
Hrólfur er maður nefndur, segir í Eyrbyggju. Hann bjó í eynni
Mostur. Hvað kom fyrir Hrólf? Einn góðan veðurdag þótti honum
ekki nógu gott að heita Hrólfur, og er þó nafnið samandregið úr
Hróðúlfur sem þýðir „sigursæll úlfur“ eða „frægðarúlfur“. Maður-
inn þóttist ekki leingur fullsæmdur af að vera helgaður úlfi, þessu
harðfeinga grimma dýri, sem ásamt hrafni etur hræ fallinna