Skírnir - 01.01.1973, Side 18
16
HALLDÓR LAXNESS
SKÍRNIR
manna í valnum, eða vera má réttara sé, þeirri vætt er í úlfi býr;
vill harrn nú teingja úlf sinn við Þór og heita Þórólfur. Þessi saga
kynni að veradagsanna,einnig í sagnfræðilegum skilníngi. Eyrbyggja
segir að þessi maður hafi gerst mikill vinur Þórs, „og varðveitti
þar í eyunni þórshof, og af því var hann Þórólfur kallaður.“ Aður
var siður í Noregi og víðar á Norðurlöndum að menn voru gefnir
einhverjum forföður sírium eða helgaðir því náttúrufyrirbrigði,
dauðu eða kviku, dýri eða vopni, sem var eftirlæti í ætt þeirra. En
í fábreyttu umhverfi sem menn lifðu í þá var ekki um ýkja mörg af-
brigði nafna að velja. Furðu algeingt er að heita menn eftir „steini“
eða „halli“ og eru það tvö orð sömu merkíngar. Traust manna á
sérkennilega mynduðum steini, formi sem hefur vinaleg áhrif á þá,
gæti verið sama náttúran og ást á líkneski; en líkneskjugerð var
reyndar ekki til á Norðurlöndum í þann tíð.
í nafnaþulum, tam í Eddu, ellegar á elstu rúnasteinum og í
ættartölum konúnga, td Ynglíngatali, kemur Þór ekki fyrir í nafni,
og í Svíþjóð og Danmörku virðist guð þessi ekki liafa átt sérstöku
geingi að fagna ef dæma skal af örnefnum eða öðrum minjum. E. F.
Halvorsen og Kristian Hald telja athyglisvert hver vöxtur hleypur í
þórsnafnatísku um Norðurlönd á þeim tíma sem skandínavar kalla
víkíngaöld, þeas skömmu fyrir fund Islands. Halvorsen kallar þetta
nylaging (þe nýmæli) þar í landi á síðustu dögum heiðninnar.
Peter Foote segir að á þessum tíma hafi komið upp átján mismun-
andi afbrigði þórsnafna í Noregi og flust með útflytjendum til ís-
lands. Margir hyggja að hinn rómverski guð Júpíter hafi rutt sér til
rúms hjá germönum í mynd Donars þrumuguðs. Yarla hefur það ver-
ið af trúarástæðum, enda boðuðu rómverjar aldrei barbörum trú, til
þess fyrirlitu þeir þá of mikið; afturámóti tóku germanar af hag-
kvæmnisástæðum eitthvert hrafl uppúr tímatali rómverja og fóru að
nefna suma daga vikunnar eftir rómverskri fyrirmynd, tam þórsdag
þann dag sem hét dies Jovis hjá latínumönnum. Donar virðist seint
á rómverskum tíma eða snemma á miðöldum hafa verið einn í því
guðaþíngi meðal germana sem erfitt hefur reynst að grynna í og
enn erfiðara að koma fyrir í kerfi. Hvílíkur hrærigrautur goða-
fræði germana hefur verið, ber Völuspá okkar vott um, svo og til-
raunir Snorra til að kerfa þennan óskapnað í Eddu. Efnið sem lagt
var uppí hendur þessum fræðimönnum og skáldum reyndist óvið-