Skírnir - 01.01.1973, Page 19
SKÍRNIR
FORNESKJUTAUT
17
ráðanlegt, jafnvel í tilraunum slíks höfuðskálds sem völuspárhöf-
undur hefur verið; enda greinilegt af kvæðinu að höfundur hefur
geingið frá því ófullgerðu. Hitt er nokkurnveginn örugt að dýrkun
Donars undir þórsnafni hefur, ef ráða skal af nafnatísku, ekki náð til
Noregs fyren um daga Karlúnga, en þá var kristni komin á með
þjóðverjum.
Hverju sætti að skandínavar veittu Þór brautargeingi eftir að
hann var geinginn sér til húðar í Þýskalandi? Margir höfundar,
þarámeðal de Vries, hyggja það hafa verið í varnarskyni og mót-
mæla gegn kristinni trú, ef takast mætti að brjóta krossinn að sunn-
an með hamrinum; sumstaðar hefur þó kross og hamar fundist hlið
við hlið í áletrunum á rúnasteinum í Suðurskandinavíu; hefur þá
annar ættínginn aðhylst krossinn en hinn hamarinn. Uppúr þessu
klórinu kemur að landnámi íslands. Norðmenn flytja guðinn með
sér híngað; stundum fer hann á undan þeim, útskorinn á súlu, að
vísa þeim til bústaða. Það er athyglisvert að af hub fjórum þúsund-
um nafna í Landnámu, að vísu mestan part óstaðfestra, eru 984
dregin af þórsnafni; amk hefur þótt einhlítt að skjóta manni með
„þór“ í nafni sínu inn í gloppurnar í fornum ættartölum; þar gat
aldrei skakkað miklu. Svipað gerðu enskir ættfræðíngar á dögum
Landnámu: ef þriggja ættliða gloppa varð í ættartölu létu þeir sig
ekki muna um að skjóta þremur henrikum inn (Round).
Nú víkur sögunni enn til Þórólfs mostrarskeggs. Þórólfur lendir í
klandri heima hjá sér í Mostur og þarf ekki að rekja það hér; nema
hann fer að hugsa um að fara af landi á brott og leita sér annarra
forlaga. Hann „fékk að blóti miklu og gekk til fréttar við Þór ástvin
sinn,... en fréttin vísaði Þórólfi til íslands“; svo virðist sem hann
hafi felt blótspón um málið sem siður var þegar menn spurðu goðin
ráða. Okkar goð sögðu annaðhvort já eða nei, öfugt við það sem
þau gerðu í Delfí.
Þórólfur kemur skipi sínu við þann fjörð sem hann kallar Breiða-
fjörð, í það nes sem hann kallar Þórsnes, en sjálfur var Þór kom-
inn á undan með tilskildar súlur. „Þar lét hann reisa hof og var það
mikið hús“, og nefnir bæ sinn eftir hofinu og kallar á Hofstöðum.
Lýsíng Eyrbyggju á þessu hofi er samhljóða flestum öðrum hofa-
lýsíngum í Íslendíngasögum. Þau hafa öll lögun og niðurskipun
einsog kirkjur á tímum höfundanna: „innaraf hofinu var hús í þá
2