Skírnir - 01.01.1973, Page 24
22
HALLDOR LAXNESS
SKÍRNIR
hér heima meS því að benda á íslenskar hofrústir utanúr Kaup-
mannahöfn. Hofrústir þóttu líklegar að vera meðal þeirra hluta sem
gætu „sannað Islendíngasögurnar“, einsog oft var komist að orði
í þá daga. Til er eftir Finn óprentað rit, Udsigt over mærkelige Old-
sager i Island, og hefur enn gildi sem sérstakur vitnisburður um
lærdóm frá síðustu öld og þó óskiljanlegan nútímamönnum; eða
réttara að segja: okkur ókennilega mentun. Þessi öðlíngsmaður
gerði sig síðar að því frægan að lesa lánga rúnatexta útúr ísaldar-
rispum á klettum í Svíþjóð. Nú hafði Finnur fundið 20 hofrústir
á Islandi. Um flest þessi hof höfðu ekki einusinni verið til munn-
mælasögur áður. Arið 1817 sendi konúngleg dönsk vísindastofnun
umburðarbréf til flestra sóknarpresta á íslandi, þar sem lagt var
fyrir þá að gera ýmsar vísindalegar athuganir á landinu og semja
um þær skýrslu til stofnunarinnar, þám um hörga og „heiðna
fórnarstaði“. Afrakstur af þessu umburðarbréfi varð í rýrara lagi,
amk að því er snertir rústir af fórnarstöðum; menn voru alment
ekki farnir að taka við sér í því máli. Þótt ímyndunaraflið væri
teygt og togað einsog það þoldi komst prestastéttin með hjálp ann-
arra lærðra manna og greindra bænda aldrei uppí hærri hofatölu
en fjórtán, en þó höfðu menn spurnir af 6 til viðbótar, alls 20; alt
þetta lið hafði ekki roð við Finni Magnússyni. Fræðimenn og áhuga-
menn voru sendir á stúfana að finna hof til viðbótar, þarámeðal
Jónas Hallgrímsson; hann gróf í Hofhól á Álítanesi árið 1841 og
fann þar ösku og sorp. Þegar Kálund kom til íslands árin 1872—74
voru bændur búnir að koma hofum uppí 60. Brynjólfur Jónsson
fræðimaður á Minna-Núpi og Sigurður Yigfússon gullsmiður fóru
um landið þvert og endilángt í mörg ár og fundu enn 20 hof í viðbót
við þau sem fyrir voru. Sigurður Vigfússon ferðaðist með stálstaung
um landið, og er sagt hann hafi jafnan fundið hvar hof var undir
ef hann stakk niður staunginni í völlinn. Síðan á 19du öld hafa
íslendíngar yfirleitt trúað á hof. 1908 grófu þeir Daníel Bruun og
Finnur Jónsson upp mikla hofrúst, að talið var, á Hofstöðum í Mý-
vatnssveit. Síðar hefur komið í ljós að sú rúst er af fornum sveita-
hæ sömu gerðar og bæarrústir í Þjórsárdal. Flestar aðrar hofrústir
rannsakaðar eftir endurbættum aðferðum af Olaf Olsen og öðrum
vísindamönnum í fornleifafræði hafa reynst vera af hesthúskofum
eða stekkatúnum, sumum furðu úngum.