Skírnir - 01.01.1973, Side 25
SKIKNIIi
FORNESKJ U TAUT
23
SvipaSa niðurstöðu hafa menn orSiS aS sætta sig viS eftir marg-
faldar rannsóknir á Freyshofinu mikla í Uppsölum, frægu af Gesta
Adams úr Brimum (1075). ÞaS var von manna aS Uppsala-
hof mundi standa af sér sálarleysi vísindalegrar fornleifafræSi,
þó hof okkar á Islandi, og svo þau fáu sem áttu aS vera í
Noregi, væru fallin fyrir róSa. Skýrslur af rannsóknum „Uppsala-
hofs“, og niðurstöður af þeim, fylla doðranta; endursögn þeirra
mundi ríða mínu tauti á slig hér í Skírni. En lýsíng Adams úr Brim-
um á Uppsalahofi hefur reynst samin með hliðsjón af lýsíngu á
musteri Salómons í heilagri ritníngu. Olaus Magnus og þsir fróðir
menn kríngum hann sem gerðu myndir af Uppsalahofi um 1550,
eftir lýsíngu Adams, komu á pappírinn furðuverki sem helst líktist
kirkju í rómönskum stíl, og reyndar var ekki enn orðinn tii í heim-
inum á ímynduðum smíðatíma Uppsalahofs, steinsmíði norðan Alpa
ekki heldur, — sbr. Robert Latouche í bók hans um hagfræði mið-
alda.
ÞaS er til marks um hvílíkur trúmaður Þórólfur mostrarskegg
hefur verið, að skömmu eftir aS hann reisti þórshofið fór hann að
tigna völl í Þórsnesi skamt frá þíngstað þeirra, þann völl sem kjall-
eklíngar vildu hafa að kamri, og varð útaf því merkileg orusta, sem
svo lauk eftir tilhlýðileg manndráp, að kamarinn var færður. I
þeirri sögu kemur hin gráleita gletni eyrbyggjuhöfundar næstumþví
uppá yfirborðið.
„í því nesi stendur eitt fjall“heldurnúeyrbyggjuhöfundur áfram:
,,og á því fjalli hafði Þórólfur svo mikinn átrúnað að þángað skyldi
einginn maður óþveginn líta, og eingu skyldi tortíma í fjallinu,
hvorki fé né mönnum . . . þaS fjall kallaði hann Helgafell, og trúði
að hann mundi þángað fara, þá er hann dæi, og allir á nesinu hans
frændur.“
I fyrnefndri bók Jóns Hnefils ASalsteinssonar er sú talin orsök
þess að Þorgeir ljósvetníngagoði var látinn segja upp lögin á alþíngi
árið 1000, að menn þóttust vita að þar færi „réttrúaður heiðíngi“.
HvaS er nú það? Er það maður sem stendur á sama hvort trúað
er á goð, steina, tré, grundir eða fjöll, eða alt þetta í senn, Krist
líka, ef því er að skifta; eða ekki nokkurn skapaðan hlut? Var Þór-
ólfur mostrarskegg réttrúaður heiðíngi? ÞaS væri auðvelt fyrir
hvern sem nenti, að sanna að frásagnir um trúardeilur heiðinna