Skírnir - 01.01.1973, Page 32
30
HALLDÓR LAXNESS
SKÍRNIR
þeirri „ridicula fabula“ sem Gylfaginníng er, að gera hann sem hlægi-
legastan í tvöföldu hlutverki, þeas heimskan búkarl og þursabana
í senn. Tvö meinlausustu skopkvæðin um Þór, Þrymskviðu og
Hymiskviðu, munu víst flestir fróðir menn telja mjög úng; Pétur
Hallberg hefur jafnvel fært rök fyrir því að Þrymskviða sé ort af
Snorra Sturlusyni. í einu goðakvæðanna, Hárbarðsljóðum, er Óð-
inn látinn segja við Þór meðal annars: „Þór á afl ærið,/en ekki
hjarta;/af hræðslu og hugbleyði/þér var í hanska troðið,/og þóttista
þú þá Þór vera;/hvorki þú þá þorðir/fyr hræðslu þinni/hnjósa né
físa/svo að Fjalar heyrði.“ Þór svarar höfuðgoðinu svo: „Hár-
barður inn ragi,/eg mynda þig í hel drepa/ef eg mætta seilast um
sund.“ Gæti til að mynda kristnu skáldi hugkvæmst í ljóði að leggja
slíka orðræðu í munn guðdómspersónum trúar sinnar? Gyðjurnar
fara síst varhluta af þessum traktéríngum í Eddu. Kveðlíngurinn
sem Ari hefur eftir Hjalta Skeggjasyni í Íslendíngabók er einskær
barnagæla í samanburði við þessi stef um höfuðgyðjurnar úr Eddu,
lagðar í munn Loka, sennilega til afsökunar skáldinu: Um Frigg:
„Þegi þú Frigg,/þú ert Fjörgyns mær/og hefur æ vergjörn verið,/
er þá Véa og Vilja/léstu þér, Viðris kvæn/báða í baðm um tekið.“
Um Freyu: „Þegi þú Freya,/þig kann eg fullgerva;/era þér vamma
vant:/ása og álfa/er hér inni eru,/hver hefur þinn hór verið.“
Ef slíkt flím um goðin var búið að vera alþýðukveðskapur á
hvers manns vörum í landinu í margar kynslóðir, allar götur síðan
á landnámstíð eða fyr, þá hefði Hjalti Skeggjason sem best getað
farið með fáein stef úr goðakvæðum á lögbergi án þess nokkur
kipti sér upp, helduren hafa fyrir því að setja saman kveðlínginn
„Vil eg eigi goð geya,/grey þykir mér Freya“ sem Ari vitnar í, og
hafa það uppúr krafsinu að verða sekur fjörbaugsmaður of goðgá.