Skírnir - 01.01.1973, Síða 45
HANNES PÉTURSSON
ilvar eru þín stræti?
i
Þegar Átta Ár höfðu liðið frá andláti Jóhanns Sigurjónssonar,
var Ijóð hans í frjálsu formi, Sorg, frumprentað í tímaritinu Vöku,
1. árgangi 1927, eftir eiginhandarriti skáldsins í eigu Sigurðar
Nordals. Þessari prentun fylgdi engin greinargerð, hvorki fyrir því,
hvers vegna birting ljóðsins hafði svo lengi dregizt, né heldur hversu
háttað væri uppskrift skáldsins. Helge Toldberg nefnir í bók sinni
um Jóhann, að skáldið hafi ekki árætt að birta ljóðið.1 Einhverja
heimild kann Toldberg að hafa fyrir þessu, þótt hann láti hennar
ógetið, en af frásögn hans mætti halda að Jóhann hafi brostið áræð-
ið sökum þess að Sorg braut í bága við íslenzka braghefð. Það má
þó kalla heldur ósennilegt, því Jóhann reyndi talsvert fyrir sér um
frjálslegt form að hætti skandinavískra skálda fyrir og um alda-
rnótin, samdi meðal annars ljóð í lausu máli. Hefði honum verið
áfram um að birta Ijóðið, en sniðganga vanþóknun íslenzkra les-
enda, var ekkert hægara en snúa því á dönsku. Jóhann vann að því
nokkuð að túlka á dönsku þau ljóð sem hann hafði hezt kveðið á
íslenzku. En þess eru engin merki að Sorg hafi nokkru sinni verið
færð í danskan búning.
Sú gæti verið önnur skýring þess að Sorg skyldi liggja óprentuð
meðan skáldið lifði, að ljóðinu hafi blátt áfram ekki verið fulllokið.
Og enn má spyrja, hvort það kynni að hafa haldið aftur af skáldinu
að honum fyndist hann ekki sjálfur „eiga nógu mikið“ í Ijóðinu,
á því stigi sem það var í handriti — að það styddist auðsæilega við
annan skáldskap mun stórfelldari, væri eins konar tilbrigði við stef
þaðan, að vísu frjálslegt tilbrigði og skáldlegt, en tilbrigði samt?
Við spurningunni fæst ekki svar — þótt nánar verði að þessu efni
vikið hér síðar - því munnur skáldsins er luktur, og í ritum hans
mun hvergi sjást, hversu hann horfði við þessu fræga verki sínu.