Skírnir - 01.01.1973, Page 51
SKÍRNIR
HVAR ERU ÞÍN STRÆTI ?
49
efnið tvisvar, fyrst í óbundnu, en síðan í bundnu máli.9 Þessi vinnu-
aðferð birtist mjög skýrt, þegar ljóðið Heirnhrá er borið saman við
frásögnina Landið með fjöllin hvítu,10 sem fyllir ríflega tvær bók-
arsíður. Þar eru þessar línur að upphafi:11
Uti á reginhafi var breiða af þangi. Það var rótlaust og barst til og frá með
straumunum.
Vordag einn bar svo tii, að hópur af fuglum kom fljúgandi. Þeir voru langt
að komnir og ferðlúnir. Þeir settust á rekatré, sem barst með þanginu.
A hvaða leið eruð þið, spurði þangið. Bylgjan lyfti því, svo að það gat horfzt
beint í augu við fuglana.
Við erum á heimleið.
Síðar, í miðri frásögn:
Og við sveimum til að lifa! söng einn af fuglunum og breiddi út vængina,
og þeir flugu af stað.
Og fuglarnir hurfu eins og lítið lifandi ský.
Þangið var þögult allan þann dag, og allt kvöldið var það líka þögult: Það
lá á sjónum og barst til og frá eins og storknað blóð ...
Af þessum brotum frásögunnar er ijóðið smíðað:12
Reikult er rótlaust þangið,
rekst það um víðan sjá,
straumar og votir vindar
velkja því til og frá.
Fuglar flugu yfir hafið,
með fögnuði og vængjagný,
- hurfu út í himinblámann
hratt eins og vindlétt ský.
Þangið, sem horfði á hópinn,
var hnipið allan þann dag. -
Bylgjan, sem bar það uppi,
var blóðug um sólarlag.
Þegar litið er á þennan vitnisburð um vinnuaðferð og verklag
skáldsins, þá er ekki ýkja langur vegur til Sorgar og þeirrar undir-
stöðu sem ljóðið sýnist eiga í Opinberunarbókinni. Þó er sá mikli
munur, að í Sorg er alls ekki þræddur texti sem fyrir liggur í lausu
máli, svipað því og raun er á um Heimþrá, heldur eru beinar og
óbeinar hliðstæður steyptar upp. Það er sem skáldið hafi ort Sorg
4