Skírnir - 01.01.1973, Qupperneq 55
SKÍRNIR
HVAR ERU ÞÍN STKÆTI?
53
beinlínis verið valdstýrt árhundruðum saman af öflugustu stofnun
þjóðarinnar, en samt orkaði hann aldrei á Ijóðform íslendinga,
skáldprestar tóku sér meira að segja fyrir hendur að yrkja Davíðs-
sálma upp í bundnara máli, og glöddust aðrir skáldprestar og þökk-
uðu, þegar slík verk komu út prentuð, sbr. Davíðssaltara séra Jóns
Þorsteinssonar píslarvotts.
Vitanlega væri mjög ofsagt að kalla Sorg Jóhanns Sigurjónsson-
ar biblíuljóð! Þar gneistar hugmyndaflug hans sjálfs og stílgáfa, þó
að í baksviði gnæfi hinn stórbrotni heimsslita-skáldskapur úr ritn-
ingunni. En ekki sé ég, hví Sorg ætti að marka upphaf íslenzkrar
nútímaljóðagerðar, ef unnt er að setja slík mörk við tiltekið Ijóð,
fremur en til að mynda Bikarinn eða viss ljóð Einars Benediktsson-
ar - nema frá svo yfirborðslegu sjónarmiði, að nútímaljóð geti
hvorki verið háttbundin né rímuð.
1 Jóhann Sigurjónsson, Khavn 1965, bls. 146 (Ijóðið „vovede han ikke selv at
offentligg0re“).
2 Sama rit, bls. 133.
3 Rit eftir Jóhann Sigurjónsson I, Rvík 1940, bls. 235.
4 Ur samtali greinarhöfundar við Sigurð Nordal í júní ’73.
5 Fjögur IjóSskáld, Rvík 1957.
® Toldberg, fyrrnefnt rit, bls. 147.
7 Sama rit, bls. 69 og 147.
8 Ljóð Bangs er ekki að finna í ritsafni hans: Vœrker i Mindeudgave I-VI,
Khavn og Kria 1912, og má vera að það hafi ekki verið endurprentað eftir
að það birtist í 111. Tid. Upp í VI. bd. ritsafnsins eru tekin 19 ljóð, öll í
frjálsu formi, valin úr Digte, 1889.
9 Toldberg, fyrrnefnt rit, bls. 140.-Þess er dæmi að Jóhann færi þveröfugt að:
I handritum hans (Lbs. 530, fol.) er Gröf mín og vagga (Rit I, bls. 237) til
í sundurlausu máli, og er þess getið neðanundir, með annarri rithendi, að
ljóðinu hafi verið snúið í prósa.
19 Rit II, bls. 242.
11 Þýðing Gísla Ásmundssonar.
12 Rit I, bls. 226. Ljóðið var frumprentað í Skírni 1910.
13 Fjögur IjóSskáld, bls. XXVIII.
14 AS yrkja á atómöld, Rvík 1970, bls. 28.
15 Svo kvaS Tómas, Matthías Johannessen ræddi við skáldið, Rvík 1961, bls.
128-130.
16 Toldberg, fyrrnefnt rit, bls. 146.
47 Lbs. 2986, 4to.